0

Sigur og tap í Noregi

Í gær börðust þeir Elmar Gauti Halldórsson og Sindri Snorrason á boxkvöldi í Noregi. Strákarnir koma heim með einn sigur og eitt tap.

Bardagarnir fóru fram á The Homecoming boxkvöldinu í Bergen í gær en báðir voru þeir að keppa áhugamannabardaga. Þrír síðustu bardagar kvöldsins voru atvinnubardagar þar sem meðal annars var barist um Evróputitla IBA og WBO.

Elmar Gauti var í fyrsta bardaga kvöldsins en hann mætti Dennis Hofstad. Elmar tapaði naumlega eftir klofna dómaraákvörðun gegn reynslumiklum andstæðingi. Sindri Snorrason mætti Kristoffer Fredriksen og sótti verðskuldaðan sigur eftir dómaraákvörðun.

Strákarnir koma báðir úr röðum Hnefaleikafélags Reykjavíkur og koma heim reynslunni ríkari.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.