UFC var með bardagakvöld í Ástralíu í nótt. Þeir Fabricio Werdum og Marcin Tybura mættust í aðalbardaganum en hér má sjá úrslit kvöldsins.
Ansi margir bardagar fóru allar loturnar og enduðu allir sex bardagarnir á aðalhluta bardagakvöldsins hjá dómurunum. Bardagakvöldið var eitt það lengsta í sögu UFC.
Tonight’s UFC card had a record-setting 3:04:18 of total cage time. The entire broadcast was just under seven hours. #UFCSydney
— Mike Bohn (@MikeBohnMMA) November 19, 2017
Bardagi Frank Camacho og Damien Brown var valinn besti bardagi kvöldsins og kemur til greina sem einn af bardögum ársins. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Þungavigt: Fabrício Werdum sigraði Marcin Tybura eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (128 pund): Jessica Rose-Clark sigraði Bec Rawlings eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Belal Muhammad sigraði Tim Means eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Jake Matthews sigraði Bojan Veličković eftir klofna dómaraákvörðun.
Millivigt: Elias Theodorou sigraði Dan Kelly eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (150 pund): Alexander Volkanovski sigraði Shane Young eftir dómaraákvörðun.
Fox Sports 1 upphitunarbardagar:
Hentivigt (129 pund): Ryan Benoit sigraði Ashkan Mokhtarian með rothöggi (háspark) eftir 2:38 í 3. lotu.
Léttvigt: Nik Lentz sigraði Will Brooks með uppgjafartaki (guillotine henging) eftir 2:05 í 2. lotu.
Þungavigt: Tai Tuivasa sigraði Rashad Coulter með rothöggi (fljúgandi hné) eftir 4:35 í 1. lotu.
Hentivigt (160 pund): Frank Camacho sigraði Damien Brown eftir klofna dómaraákvörðun.
UFC Fight Pass upphitunarbardagar:
Hentivigt (120 pund): Nadia Kassem sigraði Alex Chambers eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Eric Shelton sigraði Jenel Lausa eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Adam Wieczorek sigraði Anthony Hamilton eftir dómaraákvörðun.