spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Werdum vs. Tybura

Úrslit UFC Fight Night: Werdum vs. Tybura

UFC var með bardagakvöld í Ástralíu í nótt. Þeir Fabricio Werdum og Marcin Tybura mættust í aðalbardaganum en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Ansi margir bardagar fóru allar loturnar og enduðu allir sex bardagarnir á aðalhluta bardagakvöldsins hjá dómurunum. Bardagakvöldið var eitt það lengsta í sögu UFC.

Bardagi Frank Camacho og Damien Brown var valinn besti bardagi kvöldsins og kemur til greina sem einn af bardögum ársins. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Fabrício Werdum sigraði Marcin Tybura eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (128 pund): Jessica Rose-Clark sigraði Bec Rawlings eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Belal Muhammad sigraði Tim Means eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Jake Matthews sigraði Bojan Veličković eftir klofna dómaraákvörðun.
Millivigt: Elias Theodorou sigraði Dan Kelly eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (150 pund): Alexander Volkanovski sigraði Shane Young eftir dómaraákvörðun.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Hentivigt (129 pund): Ryan Benoit sigraði Ashkan Mokhtarian með rothöggi (háspark) eftir 2:38 í 3. lotu.
Léttvigt: Nik Lentz sigraði Will Brooks með uppgjafartaki (guillotine henging) eftir 2:05 í 2. lotu.
Þungavigt: Tai Tuivasa sigraði Rashad Coulter með rothöggi (fljúgandi hné) eftir 4:35 í 1. lotu.
Hentivigt (160 pund): Frank Camacho sigraði Damien Brown eftir klofna dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Hentivigt (120 pund): Nadia Kassem sigraði Alex Chambers eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Eric Shelton sigraði Jenel Lausa eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Adam Wieczorek sigraði Anthony Hamilton eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular