Bjarki Ómarsson er kominn með nýjan andstæðing á FightStar 13 bardagakvöldinu þann 9. desember. Fimm Íslendingar berjast á bardagakvöldinu.
Bjarki Ómarsson átti upphaflega að mæta Nathan Jessimer (6-2) í áhugamannabardaga. Jessimer hefur hins vegar dregið sig úr bardaganum þar sem hann fékk ekki frí úr vinnu! Leit hófst þá að nýjum andstæðingi og er hann fundinn.
Bjarki Ómarsson (7-4 sem áhugamaður, 0-0 sem atvinnumaður) mun þess í stað mæta Mehmosh Raza (4-1). Bjarki hefur ekkert barist síðan í júlí 2016 en hann hefur átt við meiðsli að stríða og átt í erfiðleikum með að fá andstæðinga. Hann hefur núna tekið skrefið í atvinnumennskuna og verður spennandi að fylgjast með honum þann 9. desember.
Þrír Bjarkar berjast á kvöldinu þar sem Bjarki Þór Pálsson verður í aðalbardaga kvöldsins og þá berst Bjarki Pétursson sinn þriðja áhugamannabardaga. Ingþór Örn Valdimarsson mun berjast atvinnubardaga sömuleiðis og þá er Bjartur Guðlaugsson kominn með bardaga á kvöldinu.
FightStar 13 fer fram þann 9. desember í London.
Pétur Marinó Jónsson
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Úrslit UFC Fight Night: Blachowicz vs. Santos - February 23, 2019
- Blábeltingamót VBC 2019 úrslit - February 23, 2019
- Hvenær byrjar UFC Fight Night: Blachowicz vs. Santos? - February 23, 2019