UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Robert Whittaker og Kelvin Gastelum
Whittaker vann allar fimm loturnar frekar örugglega, þrátt fyrir það var bardaginn spennandi og skemmtilegt var að horfa á hann. Það er afskaplega fátt nýtt sem við komumst að í þessum bardaga þetta staðfesta það einfaldlega að Whittaker er alveg frábær bardagamaður og enn þá í toppstandi enda bara þrítugur. Þannig núna er eiginlega það eina sem kemur til greina að bóka hann á móti Israel upp á beltið. Heilt yfir var þetta bardagakvöld frekar leiðinlegt að fylgjast með og fóru síðustu 6 bardagarnir allir í dómaraákvörðun.
Millivigt: Robert Whittaker sigraði Kelvin Gastelum eftir einróma dómaraákvörðun (50-45, 50-45, 50-45).
Þungavigt: Andrei Arlovski sigraði Chase Sherman eftir einróma dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Millivigt: Jacob Malkoun sigraði Abdul Razak Alhassan eftir einróma dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Fluguvigt: Tracy Cortez sigraði Justine Kish eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 30-27).
Léttvigt: Luis Pena sigraði Alex Munoz eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).
ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:
Þungavigt: Alexander Romanov sigraði Juan Espino eftir klofna tæknilega dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Strávigt: Jessica Penne sigraði Lupita Godinez eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Millivigt: Gerald Meerschaert sigraði Bartosz Fabiński með uppgjafartaki (guillotine choke)
Léttvigt: Austin Hubbard sigraði Dakota Bush eftir einróma dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Bantamvigt: Tony Gravely sigraði Anthony Birchak með með tæknilegu rothöggi (punches) eftir eftir 1:31 í 2. lotu.