Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC on ESPN: Reyes vs. Weidman

Úrslit UFC on ESPN: Reyes vs. Weidman

UFC var með fínasta bardagakvöld í Boston í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Dominick Reyes og Chris Weidman en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Frumraun Chris Weidman í léttþungavigt gekk ekki eins og vonir stóðu til hjá þessum fyrrum millivigtarmeistara. Dominick Reyes kláraði hann með rothöggi í 1. lotu og óskaði eftir bardaga gegn meistaranum Jon Jones.

Yair Rodriguez sigraði Jeremy Stephens eftir dómaraákvörðun en bardaginn var valinn besti bardagi kvöldsins.

Greg Hardy sigraði Ben Sosoli eftir dómaraákvörðun upphaflega. Úrslitunum var síðar breytt og bardaginn dæmdur ógildur þar sem Hardy notaði úðatæki (e. inhaler) við innöndun áður en 3. lota byrjaði. Samkvæmt USADA er það bannað nema íþróttamaðurinn hafi fengið sérstakt leyfi fyrirfram.

Hardy sagðist hafa spurt starfsmann íþróttasambandsins í búrinu hvort hann mætti nota úðatækið og fengið grænt ljós frá honum. Hardy og hans lið ætla að áfrýja niðurstöðunni og verður áhugavert að sjá hvernig þetta mál þróast. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Léttþungavigt: Dominick Reyes sigraði Chris Weidman með rothöggi eftir 1:43 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Yair Rodríguez sigraði Jeremy Stephens eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 29–28).
Þungavigt: Bardagi Greg Hardy og Ben Sosoli var dæmdur ógildur.
Léttvigt: Joe Lauzon sigraði Jonathan Pearce með tæknilegu rothöggi eftir 1:33 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Maycee Barber sigraði Gillian Robertson með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 3:04 í 1. lotu.
Hentivigt (188,5 pund): Darren Stewart sigraði Deron Winn eftir klofna dómaraákvörðun (29–28, 28–29, 29–28).

ESPN2 upphitunarbardagar:

Hentivigt (148 pund): Charles Rosa sigraði Manny Bermudez með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:46 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Molly McCann sigraði Diana Belbiţă eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Sean Woodson sigraði Kyle Bochniak eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Randy Costa sigraði Boston Salmon með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu.
Veltivigt: Sean Brady sigraði Court McGee eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Brendan Allen sigraði Kevin Holland með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:38 í 2. lotu.
Þungavigt: Tanner Boser sigraði Daniel Spitz eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular