0

Íslandsmeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu fer fram á laugardaginn

Íslandsmeistaramót barna, unglinga og fullorðinna fer fram í Laugardalshöll á laugardaginn. Mótið er stærsta Íslandsmeistaramót í sögu íþróttarinnar hér á landi en yfir 200 keppendur eru skráðir til leiks.

Að þessu sinni er eitt stórt Íslandsmeistaramót haldið en vanalega hefur verið eitt fullorðinsmót og svo annað fyrir börn og ungmenni. Þetta er því stærsta BJJ mót sem haldið hefur verið hér á landi.

Í þetta sinn eru keppendurnir 200 skráðir frá fimm félögum (Mjölnir, Reykjavík MMA, VBC, Sleipnir og Momentum BJJ). Í karlaflokkum er beltaskipt (hvít, blá, fjólublá og svo brúnt+svart saman) en einhverjir flokkar voru sameinaðir. Í kvennaflokkum eru annars vegar hvít belti og hins vegar lituð belti (blá, fjólublá og brún belti).

Mótið fer fram á laugardaginn í Laugardalshöllinni og kostar ekkert inn á mótið. Byrjað er á yngstu krökkunum kl. 9 en samkvæmt dagskránni byrja fullorðinsflokkarnir um 12 leytið. Nánar má sjá skráningu, flokka framgöngu mótsins á Smoothcomp hér.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.