Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC on ESPN: Reyes vs. Weidman?

Hvenær byrjar UFC on ESPN: Reyes vs. Weidman?

UFC er með bardagakvöld í Boston í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Dominick Reyes og Chris Weidman en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 í kvöld en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00. Allir bardagarnir verða aðgengilegir á Fight Pass rás UFC á Íslandi.

Chris Weidman og Dominick Reyes mætast í léttþungavigt en sigurvegarinn gæti fengið tækifæri gegn Jon Jones. Weidman ætlar að reyna að endurlífga ferilinn eftir dapurt gengi undanfarin ár.

Það verða síðan væntanlega einhver læti þegar þeir Yair Rodriguez og Jeremy Stephens mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Fyrri bardagi þeirra endaði eftir augnpot eftir aðeins 15 sekúndur og voru þeir langt í frá einhverjir vinir eftir þau málalok.

Hinn umdeildi Greg Hardy (5-1) fær sinn fjórða bardaga í UFC í kvöld þegar hann mætir nýliðanum Ben Sosoli (7-2). Hardy heldur áfram að berjast við reynslulitla andstæðinga og spurning hvort hann nái þriðja sigrinum á árinu í kvöld.

Hér má sjá þá bardaga sem eru á dagskrá í kvöld.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 1:00)

Léttþungavigt: Dominick Reyes gegn Chris Weidman
Fjaðurvigt: Yair Rodríguez gegn Jeremy Stephens
Þungavigt: Greg Hardy gegn Ben Sosoli
Léttvigt: Joe Lauzon gegn Jonathan Pearce
Fluguvigt kvenna: Maycee Barber gegn Gillian Robertson
Hentivigt (188,5 pund*): Deron Winn gegn Darren Stewart

ESPN2 upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)

Hentivigt (148 pund**): Charles Rosa gegn Manny Bermudez
Fluguvigt kvenna: Molly McCann gegn Diana Belbiţă
Fjaðurvigt: Kyle Bochniak gegn Sean Woodson
Bantamvigt: Randy Costa gegn Boston Salmon
Veltivigt: Court McGee gegn Sean Brady
Millivigt: Brendan Allen gegn Kevin Holland
Þungavigt: Daniel Spitz gegn Tanner Boser

*Derin Winn náði ekki vigt
**Manny Bermudez náði ekki vigt

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular