spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC on Fox: Johnson vs. Bader

Úrslit UFC on Fox: Johnson vs. Bader

UFC-on-FOX-18-Johnson-vs-BaderUFC on Fox 18 bardagakvöldinu var að ljúka rétt í þessu. Sage Northcutt barðist um kvöldið og Anthony Johnson mætti Ryan Bader í aðalbardaga kvöldsins.

Bardagakvöldið var nokkuð skemmtilegt og tókst Anthony Johnson að sigra Ryan Bader eftir aðeins 1:26 í fyrstu lotu. Johnson náði þar með að sigra sinn 15. bardaga með rothöggi á ferlinum og hans 10. með rothöggi í UFC.

Óvæntustu úrslit kvöldsins er sennilega sigur Bryan Barbarena á Sage Northcutt. Barbarena gerði Northcutt erfitt fyrir og í 2. lotu náði hann að komast ofan á þar sem hann lét stutta olnboga dynja á snoppufríðu andliti Northcutt. Barbarena tókst svo að læsa „arm triangle“ hengingu ofan á í „half-guard“ en á meðan hann virtist vera að reyna að koma sér réttu megin í henginguna tappaði Sage Northcutt út.

Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Anthony Johnson sigraði Ryan Bader með tæknilegu rothöggi eftir 1:26 í fyrstu lotu.
Þungavigt: Ben Rothwell sigraði Josh Barnett með hengingu (gogo henging) eftir 3:48 í 2. lotu.
Bantamvigt: Jimmie Rivera sigraði Iuri Alcântara eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Bryan Barberena sigraði Sage Northcutt með hengingu (arm-triangle) eftir 3:06 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar kvöldsins (Fox Sports 1)

Veltivigt: Tarec Saffiedine sigraði Jake Ellenberger eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Carlos Diego Ferreira sigraði Olivier Aubin-Mercier eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Rafael Natal sigraði Kevin Casey með tæknilegu rothöggi eftir 3:37 í 3. lotu.
Fluguvigt: Wilson Reis sigraði Dustin Ortiz eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Alexander Yakovlev sigraði George Sullivan með rothöggi eftir 3:59 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Alex Caceres sigraði Masio Fullen eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar kvöldsins (UFC Fight Pass)

Veltivigt: Randy Brown sigraði Matt Dwyer eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Damon Jackson og Levan Makashvili gerðu jafntefli.
Léttvigt: Tony Martin sigraði Felipe Olivieri með uppgjafartaki (rear naked choke) eftir 3:02 í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular