Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentMyndband: Þrjú svakaleg rothögg í Bellator í gær

Myndband: Þrjú svakaleg rothögg í Bellator í gær

paul daley bellatorBellator 148 fór fram í gær. Þar fengu áhorfendur að sjá nokkur svakaleg rothögg og fengu nóg fyrir peninginn.

Paul Daley mætti Andy Uhrich í aðalbardaga kvöldsins og sigraði eftir þetta svakalega rothögg.

Aðalbardagi kvöldsins átti upphaflega að vera á milli Josh Koscheck og Matt Secor en Koscheck meiddist og var því Daley í aðalbardaganum. Eftir sigur Daley sendi hann Koscheck kaldar kveðjur en óhætt er að segja að lítill vinskapur sé á milli þeirra.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Bradley og Chris Honeycutt. Eftir aðeins 40 sekúndur hafði Bradley rotað Honeycutt.

Patricky ‘Pitbull’ Freirie mætti Ryan Couture og fengu áhorfendur að sjá enn eitt rothöggið. Eftir nákvæmlega þrjár mínútur steinrotaði hann Couture með vel tímasettum vinstri krók. Ryan er elsti sonur goðsagnarinnar Randy Couture.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular