Wednesday, July 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX: Johnson vs. Bader

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX: Johnson vs. Bader

UFC-on-FOX-18-Johnson-vs-BaderAnnað kvöld fer fram UFC on Fox: Johnson vs. Bader bardagakvöldið í New Jersey. Á bardagakvöldinu má finna eitthvað fyrir alla en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa á morgun.

  • Rotarinn Johnson: Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Anthony Johnson og Ryan Bader. Síðast sáum við Johnson rota Jimmy Manuwa í annarri lotu og var það 14. sigur hans á ferlinum með rothöggi. Johnson er með stálhendur og ætlar sér eflaust að koma sér í annan titilbardaga en hann tapaði fyrir Daniel Cormier um léttþungavigtarbeltið í fyrra. Johnson mætir Ryan Bader á morgun sem hefur bætt sig að undanförnum árum en gæti átt langt kvöld fyrir höndum ef Johnson verður í stuði.

Anthony Johnson Destroys Antonio Rogerio Nogueira UFC on Fox 12

  • Verður þungavigtin enn skrítnari? Þungavigtin er alltaf að verða skrítnari og skrítnari. Fyrsta titilvörn meistarans Werdum frestaðist og virðist þungavigtin vera í hálfgerðri pattstöðu. Enginn kemst áfram þar sem þungavigtarmeistararnir eru alltaf meiddir. Sigri Ben Rothwell á morgun verður hann kominn ansi nálægt titilbardaga rétt eins og Alistair Overeem og Stipe Miocic sem verða þó allir að bíða eftir að Cain Velasquez fái sitt annað tækifæri. Þungavigtin yrði því enn skrítnari með sigri Rothwell sem er að auki ekki venjulegasti maðurinn í UFC. Rothwell fær þó erfiða prófraun gegn Josh Barnett á morgun.
  • Super Sage Northcutt: Fáir bardagamenn hafa vakið jafn mikla athygli svo snemma eins og Sage Northcutt. Þessi strangtrúaði, kurteisi og hæfileikaríki strákur mætir hinum ljónharða Bryan Barbarena á morgun. Bardaginn fer fram í veltivigt en hingað til hefur Northcutt einungis barist í léttvigt. Barbarena hefur barist bæði í léttvigt og veltivigt svo stærðarmunurinn ætti ekki að vera mikill. Margir bíða eftir að Northcutt tapi til að sjá hæpið deyja út en á bakvið allt talið, athyglina og heljarstökkin er efnilegur bardagamaður. Ómögulegt er að vita hversu langt hann mun fara og þess vegna er alltaf gaman að sjá fyrstu skrefin hjá svona efnilegum bardagamönnum.
  • Loksins sjáum við Tarec Saffiedine: Belgíski sparkboxarinn Tarec Saffiedine hefur aðeins barist tvo bardaga á síðustu þremur árum. Hann er nánast alltaf meiddur og hefur þrívegis þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla. Á morgun mætir hann Jake Ellenberger sem hefur átt afar erfitt uppdráttar. Ellenberger hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum og hefur verið kláraðir í þremur þeirra. Belginn þarf að minna á sig á morgun og Ellenberger þarf að vinna. Þetta verður góður bardagi.
  • Fylgstu með Randy Brown: Randy Brown er 6-0 í MMA og berst sinn fyrsta bardaga í UFC á morgun. Brown mætir Matt Dwyer en Dana White fann Brown í þáttunum Lookin’ for a Fight sem hófu göngu sína í haust. Brown fékk samning eftir þáttinn líkt og Sage Northcutt en spurning hvort Brown vegni jafn vel og Northcutt.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22 en aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular