spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC on FOX: Poirier vs. Gaethje

Úrslit UFC on FOX: Poirier vs. Gaethje

UFC on FOX 29 fór fram í Glendale, Arizona í kvöld. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt og sérstaklega aðalbardagi kvöldsins sem stóðst allar væntingar.

Þeir Justin Gaethje og Dustin Poirier mættust í aðalbardaga kvöldsins og er óhætt að segja að við séum komin með einn besta bardaga ársins. Þeir skiptust á höggum og spörkum en í 4. lotu smellhitti Poirier með góðri vinstri sem vankaði Gaethje verulega. Poirier fylgdi því eftir með fleri höggum og stöðvaði dómarinn bardagann. Frábær bardagi sem verður lengi í minni bardagaáhugamanna.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttvigt: Dustin Poirier sigraði Justin Gaethje með tæknilegu rothöggi eftir 33 sekúndur í 4. lotu.
Veltivigt: Alex Oliveira sigraði Carlos Condit með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 3:17 í 2. lotu.
Millivigt: Israel Adesanya sigraði Marvin Vettori eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Strávigt kvenna: Michelle Waterson sigraði Cortney Casey eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).

Fox upphitunarbardagar:

Millivigt: Antônio Carlos Júnior sigraði Tim Boetsch með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:28 í 1. lotu.
Veltivigt: Muslim Salikhov sigraði Ricky Rainey með rothöggi eftir 4:12 í 2. lotu.
Fluguvigt: John Moraga sigraði Wilson Reis eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Brad Tavares sigraði Krzysztof Jotko með tæknilegu rothöggi eftir 2:16 í 3. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Léttvigt: Gilbert Burns sigraði Dan Moret með rothöggi eftir 59 sekúndur í 2. lotu.
Fluguvigt kvenna: Lauren Mueller sigraði Shana Dobson eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Yushin Okami sigraði Dhiego Lima eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Adam Wieczorek sigraði Arjan Bhullar með uppgjafartaki (omoplata) eftir 1:59 í 2. lotu.
Bantamvigt: Alejandro Pérez sigraði Matthew Lopez með tæknilegu rothöggi eftir 3:42 í 2. lotu.
Bantamvigt: Luke Sanders sigraði Patrick Williams eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular