Saturday, May 18, 2024
HomeErlentJustin Gaethje: Fæddur til að gera þetta

Justin Gaethje: Fæddur til að gera þetta

Justin Gaethje tapaði fyrir Dustin Poirier á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn var magnaður en Gaethje segist vera nokkuð sama hvort hann vinni eða tapi.

Bardaginn var algjört stríð þar til Poirier kláraði Gaethje með tæknilegu rothöggi í 4. lotu. Þetta var annað tap Gaethje í röð en fram að því var hann ósigraður á MMA ferlinum.

„Ég fór ekki í MMA til að vinna eða tapa. Þetta er skemmtun fyrir mér. Ég verð þekktur fyrir að vera einn sá skemmtilegasti sem hefur nokkurn tímann barist. Ég er sáttur við það sem gerðist, eins heimskulega og bilað það kann að hljóma,“ sagði Gaethje við blaðamenn eftir bardagann.

„Þetta er hörð íþrótt. Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir minn versta óvin. En ég var fæddur til að gera þetta. Ég fer í bardaga til að skemmta fólki, þetta er skemmtanabransinn. Ég fer þarna inn og berst fyrir pening. Það er það sem ég geri og það hjálpar að fá borgað.“

Gaethje ætlar að taka sér gott frí áður en hann heldur aftur í búrið en segir að hann muni ekki berjast lengi.

„Ég á fimm bardaga eftir í mér. Ég vil stærstu mögulegu bardagana. Það er erfitt að segja það eftir tvö töp í röð en það vilja allir sjá mig berjast. Ef þið sjáið mig ekki berjast með berum augum munu þið sjá eftir því þegar ég hætti. Þetta mun ekki standa lengi yfir, ég á fimm bardaga eftir.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular