spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentValentina Shevchenko: Ég vann þennan bardaga

Valentina Shevchenko: Ég vann þennan bardaga

Valentina Shevchenko var svo sannarlega ekki sammála niðurstöðu dómaranna í viðureign hennar og Amöndu Nunes. Amdana Nunes sigraði Shevchenko eftir klofna dómaraákvörðun í aðalbardaga UFC 215.

Dómararnir voru ekki sammála hvernig skora átti bardaga Nunes og Shevchenko og var fyrsta lotan eina lotan sem allir dómararnir voru sammála um.

„Ég skil ekki hvernig sigurinn gat farið hennar megin,“ sagði Shevchenko í viðtalinu í búrinu eftir bardagann.

„Tvær fellur í fimm lotum? Hún hitti mig ekki með einu höggi. Engin þung högg. Sjáið andlitið hennar, nefið hennar er rautt eftir höggin mín. Ég skil ekki hvers vegna hún er meistari.“

65% högga Nunes voru spörk en Shevchenko gerði grín að spörkum Nunes eftir bardagann. „Ég held hún hafi ekki viljað vera í búrinu. Hún kýldi aldrei, ekki einu sinni. Svona eru spörkin hennar,“ sagði Shevchenko og hermdi eftir Nunes með því að sparka laflaust út í loftið.

Á blaðamannafundinum eftir bardagann hélt hún áfram. „Fyrst og fremst, ég virði ákvörðun dómaranna en ég er ekki sammála ákvörðuninni. Ég vann þessar þrjór lotur, Í fimmtu lotunni náði hún einni fellu sem hún gerði ekkert með. Að þessi fella hafi skilað henni sigri, ég er ekki sammála því. Ég var að hitta fleiri högg í gólfinu og hún gerði ekkert nema að halda stöðunni.“

Shevchenko viðurkenndi að fyrsta lotan hefði verið nokkuð jöfn en taldi sig samt hafa unnið allar fimm loturnar. „Þetta var mjög jafnt eftir fyrstu lotuna. Önnur, þriðja og fjórða lota var mín. Og fimmta, allar loturnar voru mínar. Bara ein fella en ég var að hitta fleiri högg í gólfinu.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular