Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentValentina Shevchenko með þriðju titilvörnina í febrúar

Valentina Shevchenko með þriðju titilvörnina í febrúar

Fluguvigtarmeistari kvenna, Valentina Shevchenko, mætir Katlyn Chookagian í febrúar. Þetta verður þriðja titilvörn hennar í UFC.

Valentina Shevchenko vann fluguvigtartitil kvenna í UFC með sigri á Joanna Jedrzejczyk í desember í fyrra en titillinn var laus eftir að Nicco Montano hafði verið svipt titlinum. Valentina fór síðan létt með Jessica Eye í júní og sigraði Liz Carmouche í ágúst í fremur leiðinlegum bardaga.

Katlyn Chookagian (13-2) hefur unnið tvo bardaga í röð og fjóra af fimm bardögum sínum í fluguvigt UFC. Chookagian hefur aldrei klárað bardaga í UFC en af 13 sigrum hennar á ferlinum eru 10 eftir dómaraákvörðun.

Bardaginn fer fram þann 8. febrúar í Houston á UFC 247. Jon Jones mætir Dominick Reyes í aðalbardaga kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular