0

Eru Dana White og Floyd Mayweather að vinna saman?

Þeir Dana White og Floyd Mayweather sáust saman á körfuboltaleik í gær. Í færslu á Instagram segir Floyd að þeir séu að fara að vinna saman.

Dana White, forseti UFC, og boxarinn Floyd Mayweather (50-0) virðast vera með eitthvað í pípunum saman. Floyd er einn besti boxari sögunnar en hann lagði hanskana á hilluna árið 2015. Floyd snéri svo aftur til að mæta Conor McGregor í ágúst 2017 en bardaginn var samvinnuverkefni Floyd, UFC og fleiri aðila.

Miðað við færslur Dana White og Floyd virðist eitthvað vera á leiðinni frá þeim.

View this post on Instagram

Coming out of retirement in 2020

A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on

Í fyrri færslunni segist Floyd vera að vinna aftur með Dana til að færa heiminum stórkostlegan viðburð á næsta ári. Í seinni færslunni segist Floyd vera að snúa aftur eftir að hafa lagst í helgan stein.

Dana White hefur sagt að hann vilji fara í boxið og lengi talað um að Zuffa Boxing myndi hefja störf innan tíðar. Hugsanlega mun Floyd vinna með Dana White að næsta bardaga.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.