Bardagi Valentinu Shevchenko og Amöndu Nunes féll niður í gær vegna veikinda Nunes. Nunes sendi frá sér stutta yfirlýsingu en Shevchenko spjallaði við fjölmiðla í gær.
Bardaginn átti að vera aðalbardagi kvöldsins en meistarinn Amanda Nunes treysti sér ekki til að berjast. Samkvæmt Dana White, forseta UFC, fékk Nunes leyfi hjá læknum til að keppa en hún taldi sig ekki færa um að berjast.
Bardaginn mun að öllum líkindum vera endurbókaður á UFC 215 í september. White sagði þó á blaðamannafundinum í gær að hann myndi ekki treysta Nunes til að vera í aðalbardaga kvöldsins aftur. Nunes bað aðdáendur sína afsökunar í stuttri færslu í gær.
Sorry to all my true fans. The fight will be rescheduled and I will be back at 100%. ? Essa luta vai ser remarcada e estarei 100% pic.twitter.com/8WEttqMUgM
— Amanda Nunes (@Amanda_Leoa) July 9, 2017
Í dag greindi hún nánar frá veikindum sínum og sagðist vera með króníska bólgu í holrúmum höfuðkúpubeina (e. chronic sinusitis). Hún segist hafa glímt við þetta áður en í þetta sinn gat hún ekki barist.
— Amanda Nunes (@Amanda_Leoa) July 9, 2017
Í spilaranum fyrir ofan má sjá Shevchenko spjalla við fjölmiðla um aflýsingu bardagans. Shevchenko ætlaði ekki að trúa því þegar hún heyrði að bardaganum hefði verið aflýst. Hún telur að Nunes hafi verið að reyna að skera of mikið niður á of skömmum tíma til að reyna að vera eins stór og mögulegt er í sjálfum bardaganum. Shevchenko bætti við að hún voni að Nunes viti hvað hún sé að gera.