spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaValgerður: Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna

Valgerður: Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna

Fremsta hnefaleikakona landsins, Valgerður Guðsteinsdóttir, mætir Ingrid Egner um Eystrasaltstitilinn á morgun. Valgerður segist aldrei hafa verið eins tilbúin í bardaga líkt og nú.

Bardaginn er á stóru bardagakvöldi sem kallast því skemmtilega nafni„This Is My House 2“ og fer fram í Skiens Fritidspark í Osló. Hin norska Egner verður því á heimavelli fyrir framan rúmlega 3000 áhorfendur en viðburðurinn verður í beinni útsendingu á norska vefmiðlinum vg.no. Íslendingar geta horft á viðburðinn þar gegn vægri greiðslu (og smávægilegum dns kúnstum).

Valgerður hefur æft vel fyrir bardagann og er ánægð með undirbúninginn.

„Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annars vegar þá fór ég til Svíþjóðar í 10 daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Hitt er hann Davíð Rúnar Bjarnason sem hefur annast alla þjálfun og skipulagningu æfingabúðanna minna í þetta skipti. Hann hefur komið mjög sterkur inn í teymið mitt og ég finn skýrt að hann er að hjálpa mér að stíga upp á næsta level. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,” segir Valgerður í fréttatilkynningu.

Vigtunin fór fram fyrr í dag þar sem Valgerður hitti andstæðinginn í fyrsta sinn.

„Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu. Ég hef meira að segja barist fleiri atvinnubardaga í Osló heldur en hún þannig að ég gef lítið fyrir að þetta sé hennar heimavöllur. Á meðan atvinnuhnefaleikar eru ekki löglegir á Íslandi þá er þetta minn heimavöllur,” segir Valgerður og hlær.

Valgerður er spennt fyrir bardaganum á morgun og segir að lokum: „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“

Bardagi Valgerðar hefst um það bil kl. 16:30 á íslenskum tíma á morgun, laugardaginn 20. október, samkvæmt nýjustu upplýsingum.

Hlekkur á viðburðinn er hér: https://www.vgtv.no/live/165578/direkte-this-is-my-house-2

Til að horfa þarf að versla vikuáskrift hjá vg.no+ sem kostar 39 norskar krónur eða heilar 560 íslenskar krónur.

Jafnframt þarf að notast við DNS breyti sem býður upp á Noreg sem svæði. Fjölmörg slík forrit eru í boði á veraldarvefnum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular