spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaValgerður komin með nýjan umboðsmann og fær bardaga í maí

Valgerður komin með nýjan umboðsmann og fær bardaga í maí

Mynd: Christian Hestnæs

Valgerður Guðsteinsdóttir er komin með nýjan umboðsmann. Með ráðningunni býst Valgerður við að fá mun fleiri tækifæri en hingað til hefur verið í boði.

Valgerður Guðsteinsdóttir (4-2) er eina íslenska konan sem er atvinnuboxari. Valgerður hefur ekki barist síðan í mars 2019 en erfiðlega hefur gengið að fá bardaga síðan að kórónuveiran skall á. Það má þó segja að bjartari tímar séu framundan en stutt gæti verið í næsta bardaga og er Valgerður komin með umboðsmann.

Valgerður átti að mæta Claire Sammut (4-6) á hennar heimavelli í Möltu en bardaganum var frestað. „Ég var með bardaga í Möltu í lok mars en Malta fór í hertari aðgerðir vegna kórónuveirunanr tveimur vikum fyrir bardagann svo honum var frestað til lok maí. Hann verður, bara spurning nákvæmlega hvenær,“ segir Valgerður.

Valgerður hefur skrifað undir samning við Artan Verbica hjá Kosova Boxing en Artan útvegaði henni bardagann sem verður vonandi í maí.

„Artan er einn fremsti manager og match maker í Evrópu. Hann er með þónokkra boxara á sínum vegum í Evrópu og er t.d. með Patricia Berghult sem er núverandi heimsmeistari. Þetta mun auðvelda mér töluvert að fá bardaga sem hefur verið helsta hindrunin hingað til,“ segir Valgerður.

Valgerður hefur barist alla atvinnubardaga sína í Noregi og Svíþjóð enda atvinnuhnefaleikar bannaðir á Íslandi. „Ég hef barist alla mína bardaga á sænsku keppnisleyfi og er því í raun sænskur atvinnuboxari. Það er ekki hlaupið að því að fá leyfi sem atvinnuboxari en það fékk ég með aðstoð Guðjóns Vilhelm sem hefur einnig verið mér algjörlega innan handar á mínum ferli.“

Með samningnum við Artan verða tækifærin fleiri. „Með manager fæ ég betri samninga, fæ greitt fyrir bardagana og fleiri tækifæri. Ég get ekki stundað mína íþrótt hér á landi þar sem hún er ólögleg eins og er og að sækja markvisst bardaga héðan hefur verið mjög krefjandi. Því er ég mjög spennt að vera komin með virtan og reynslumikinn umboðsmann sem ber minn hag fyrir brjósti. Ég er spennt fyrir komandi tímum, við stefnum á stóra hluti fyrir mig og íslenskt box.“

Artan er sjálfur mjög spenntur fyrir samstarfinu með Valgerði. „Ég hef lesið mikið um sögu víkinganna og hef nú fundið alvöru víkingadrottningu sem vill berjast við alla hvar sem er og hvenær sem er. Hún er klár kona en saman munum við finna góða áætlun fyrir unga íslenska boxara til að berjast erlendis og skapa sér feril á Íslandi. Vonandi getum við gert margt saman,“ segir Artan í yfirlýsingu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular