Valgerður Guðsteinsdóttir var rétt í þessu að vinna atvinnubardaga sinn í boxi. Valgerður kláraði bardagann með tæknilegu rothöggi í 5. lotu.
Valgerður mætti hinni úkraínsku Sabina Mishchenko á Nordic Fight Night í Svíþjóð fyrr í kvöld. Bardaginn var sex lotu atvinnubardagi og næstsíðasti bardagi kvöldsins.
Valgerður stjórnaði í raun ferðinni allan tímann. Valgerður pressaði strax frá fyrstu sekúndu og var mun aggressívari. Valgerður var að hitta vel með yfirhandar hægri en í 4. lotu fór að draga af þeirri úkraínsku.
Í 5. lotu hélt Valgerður áfram að raða inn höggunum. Valgerður smellhitti með þungri hægri sem vankaði þá úkraínsku og fylgdi því eftir með nokkrum höggum sem varð til þess að dómarinn stöðvaði bardagann eftir 46 sekúndur í 5. lotu.
Glæsileg frammistaða hjá Valgerði og er hún núna 4-2 sem atvinnukona í boxi.