spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVangaveltur: Dominick Cruz og endurkoma hans

Vangaveltur: Dominick Cruz og endurkoma hans

 

Dominick Cruz með WEC beltið.
Dominick Cruz með WEC beltið.

Dominick Rojelio Cruz var einn besti bantamvigtar maður í heimi og nú er spurning hvort hann sé það enn?

Dominick Cruz sigraði bantamvigtartitil WEC árið 2010 þar sem hann sigraði Brian Bowles með tæknilegu rothöggi. Þegar WEC var sameinað UFC varð hann sjálfkrafa bantamvigtarmeistari UFC. Eftir að hann varð meistari hefur hann aðeins varið titil sinn fjórum sinnum, tvisvar í WEC og tvisvar í UFC. Þó bardagarnir séu fáir þá hefur hann varið titil sinn gegn verðugum andstæðingum eins og Urijah Faber, Joseph Benavidez og fluguvigtarmeistaranum Demetrious Johnson.

Cruz átti að verja titil sinn gegn Urijah Faber sumarið 2012 eftir að hafa þjálfað andspænis hvor öðrum í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum. Í maí sama ár kom hins vegar í ljós að Cruz væri með slitin krossbönd í hné og gæti ekki varið titilinn. Renan Barao fékk í stað hans bardaga gegn Urijah Faber og sigraði Barao með yfirburðum. Renan Barao varð þar með “interim” meistarinn í bantamvigtinni.

Dominick Cruz fór umsvifalaust í aðgerð og sjúkraþjálfun. Sú aðgerð heppnaðist ekki nógu vel þar sem líkami hans brást illa við viðgerðum læknanna. Hann þurfti því að fara aftur í aðgerð þann 3. desember og heppnaðist sú aðgerð mun betur.

Mjög spennandi er að sjá hversu heill Cruz er en hann er að takast á við einn allra besta bardagamann í heiminum. Renan Barao er ósigraður í 8 ár og hann hefur ekki tapað í 32 bardögum í röð.

Miklar vangaveltur hafa verið með titil Cruz og hvort UFC hefði átt að taka titilinn af honum í stað þess að halda Barao sem “interim” meistara. Þess má geta að titill Frank Mir var tekinn af honum eftir 14 mánuði frá íþróttinni eftir mótorhjólaslys. Þegar Cruz stígur aftur í búrið gegn Barao í febrúar hefur hann verið frá í 17 mánuði. Við það vakna auðvitað spurningar um hvort hann hefði ekki átt að missa titil sinn. Líklegast sér UFC mikla peninga í bardaga þar sem meistari keppir gegn meistara.

Renan-Barao-enfrenta-Scott-Jorgensen-no-UFC-143
Renan Barao.

Dominick Cruz þykir vera með einhverja bestu fótavinnu sem sést í MMA og er leiftursnöggur. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þessar tvær hnéaðgerðir muni hafa áhrif á hann og hvort að hann nái að halda sama hraða. Á sama tíma hefur Barao hrifið marga og telja flestir að hann muni sigra Cruz örugglega. Sumir aðdáendur hafa gengið svo langt og sagt að Cruz sé á leið í slátrun eftir svona langa pásu og ætti að fá einn “upphitunarbardaga” áður en hann færi í hinn hættulega Barao.

Á meðan Cruz hefur verið meiddur þá hefur seinasti andstæðingur hans, Demetrious Johnson, sigrað fluguvigtar titilinn og barist 6 sinnum og Renan Barao sigraði Urijah Faber fyrir „interm“ beltið og hefur nú þegar varið það tvisvar.

Spurningin sem flestir velta fyrir sér, Mun Cruz koma tilbaka af sama styrk eða mun hann aldrei verða sami bardagamaður og hann var?

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular