Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í janúar 2014

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í janúar 2014

Eftir alla þá rosalegu bardaga sem við fengum í árslok 2013 virðist vera lítið um að vera í janúar. Það eru hins vegar þrjú UFC kvöld og eitt WSOF kvöld. Það er ekkert Bellator, Cage Warriors eða ONE FC kvöld. Fyrsta kvöldið er núna á laugardaginn svo það er ekki eftir neinu að bíða.

kawajirisoriano

10. UFC Fight Night 34 – 4. janúar 2014, Tatsuya Kawajiri vs. Sean Soriano (fjaðurvigt)

Þessir tveir eru UFC nýliðar en Kawajiri er á sama tíma einn reyndasti bardagamaður í sambandinu. Ferillinn hans er 32 sigrar í 41 bardaga. Hann hefur barist mikið í Japan en hann barðist þó einu sinni í Strikeforce á móti Gilbert Melendez. Hann tapaði þeim bardaga en hann sigraði Josh Tomson í Dynamite árið 2010. Soriano er ósigraður í 8 bardögum en það eru engin stór nöfn á ferilskránni hans. Hann æfir með Blackzillians og þykir mikið efni.

Spá: Þar sem mjög lítið er vitað um Soriano verður að teljast líklegt að hinn reynslumikli Kawajiri sigri.

rumble

9. WSOF 8 – 18. janúar, Anthony Johnson vs. Mike Kyle (létt þungavigt eða þungavigt)

Þessir tveir voru báðir í UFC. Hvorugur komst á toppinn en báðir eiga sinn skammt af spennandi bardögum og rosalegum rothöggum. Kyle er góður en hann virðist tapa sínum stærstu bardögum. Johnson hefur hin svegar sigrað fimm bardaga í röð, þar með talið á móti Andrei Arlovski í hans síðasta bardaga.

Spá: Þetta ætti að vera góður bardagi þar sem báðir eru með sleggjur í höndunum. Veikleiki Kyle er hins vegar glíman en þar er Johnson mjög sterkur. Ef Johnson lendir í vandræðum mun hann taka Kyle í gólfið og mögulega klára hann þar. Ég segi að Johnson sigri á tækinlegu rothöggi í 2. lotu.

Saffiedine-vs.-Lim

8. UFC Fight Night 34 – 4. janúar 2014, Tarec Saffiedine vs. Hyun Gyu Lim (veltivigt)

Þessi bardagi átti að vera miklu stærri. Saffiedine átti að berjast við Jake Ellenberger en þegar Ellenbergar meiddist kom Lim til bjargar. Saffiedine er síðasti meistari Strikeforce í veltivigt. Hann er lítið þekktur en hann hefur sigrað fjóra bardaga í röð, þar með talið magnaður sigur hans á Nate Marquart í hans síðasta bardaga. Lim hefur sigrað sjö bardaga í röð, síðustu tvo í UFC. Þessi bardagi er hins vegar hans langstærsti á ferlinum.

Spá: Saffiedine er reyndari og betri standandi. Lim þarf sennilega að ná honum niður til að sigra en það er ekki auðvelt. Saffadine sigrar með rothöggi í 4. lotu.

cerronemartins

7. UFC on Fox 10 – 25. janúar 2014, Donald Cerrone vs. Adriano Martins (léttvigt)

Það þekkja allir brjálaða kúrekann Donald Cerrone. Hann er litríkur persónuleiki, frábær sparkboxari og er alltaf í skemmtilegum bardögum. En hver er þessi andstæðingur? Martins er mjög reyndur með 25 sigra í 31 bardaga. Hann er með svart belti í jiu jitsu og nýtti sér það í fyrsta bardaga sínum í UFC í nóvember þegar hann kláraði Daron Cruickshank með “armbar”.

Spá: Cerrone tapar bara fyrir þeim bestu. Kannski er Martins einn af þeim en líklegra þykir að Cerrone sigri sannfærandi. Segjum rothögg í 2. lotu, ólíklegt að hann nái að klára Martins með uppgjafartaki.

elkins

6. UFC on Fox 10 – 25. janúar 2014, Darren Elkins vs. Jeremy Stephens (fjaðurvigt)

Elkins er kannski ekki vel þekktur en hann hefur sigrað 7 af 9 bardögum sínum í UFC, þar með talið Diego Brandao og Hatsu Hioki. Hann er alhliða góður nagli með talsverðan höggkraft. Jeremy Stephens er reynslubolti sem hefur barist við marga af þeim bestu og í hans síðasta bardaga rotaði hann sigurvegarann úr The Ultimate Fighter: Brazil, Rony Jason, með ótrúlegum tilþrifum, en það rothögg var 8. besta rothögg síðasta árs að okkar mati.

Spá: Þetta ætti að vera mjög góður bardagi á milli tveggja rotara. Stephens er líklega höggþyngri en Elkins hefur meiri alhliða hæfileika. Elkins rotar Stephens í fyrstu lotu…en það getur alveg orðið öfugt.

Sergio-Pettis

5. UFC on Fox 10 – 25. janúar 2014, Alex Cacares vs. Sergio Pettis (bantamvigt)

Yngri bróðir Anthony Pettis var flottur í sínum fyrsta bardaga í UFC. Nú tekur hann stórt stökk upp á við og mætir Alex Cacares sem var litríkur persónuleiki í The Ultimate Fighter (Bruce Leeroy). Cacares er hættulegur andstæðingur fyrir Pettis. Styrkleikur beggja er högg og spörk en stíllinn er ólíkur.

Spá: Það veit enginn hversu góður Pettis er í raun. Hann er mikið efni og ætti að sigra andstæðing eins og Cacares. Sennilega á stigum.

miocic

4. UFC on Fox 10 – 25. janúar 2014, Stipe Miocic vs. Gabriel Gonzaga (þungavigt)

Hér mætast tveir þungir menn sem hafa verið að vekja athygli á sér að undanförnu. Miocic kom mörgum á óvart þegar hann útboxaði og gjörsigraði Roy Nelson í júní í fyrra. Eina tap hans var á móti Stefan Struve (í Nottingham eins og sumir muna kannski eftir) en þá var hann rotaður í 2. lotu. Gonzaga getur slegið eins og Miocic en í síðustu tveimur bardögum rotaði hann andstæðinga sína á samtals undir tveimur mínútum. Gonzaga er líka stekur glímumaður með svart belti í jiu jitsu sem gæti verið vandræði fyrir Miocic.

Spá: Það gæti í raun allt gerst í þessum. Það verður hins vegar að teljast líklegt að Gonzaga reyni að ná Miocic niður. Miocic er öflugur glímumaður en Gonzaga ætti að vera talsvert betri, sérstaklega hvað uppgjafartök varðar. Gonzaga sigrar þennan bardaga í annarri lotu á tæknilegu rothöggi eða “guillotine” hengingu.

dillashaw

3. UFC Fight Night 35 – 15. janúar 2014, T.J. Dillashaw vs. Mike Easton (bantamvigt)

Dillashaw er einn af orkuboltunum í Team Alpha Male og ein bjartasta vonin þar á bæ. Eftir tap fyrir John Dodson í úrslitum The Ultimate Fighter afgreiddi hann fjóra andstæðinga örugglega en tapaði svo á stigum (klofinn dómaraákvörðun) á móti Raphael Assunção í hnífjöfnum bardaga. Easton er einnig mikið efni en hann hefur nú tapað tveimur í röð og þarf á sigri að halda til að vera tekinn alvarlega í þyngdarflokknum.

Spá: Það má búast við jöfnum bardaga en Dillashaw ætti að hafa yfirhöndina. Hann klárar klárar Easton í þriðju lotu.

 rockhold philippou

2. UFC Fight Night 35 – 15. janúar 2014, Luke Rockhold vs. Costa Philippou (millivigt)

Rockold kom inn í UFC sem síðasti Strikeforce meistarinn í millivigt en lenti svo í skrímsli sem kallast Vitor Belfort. Hér fær hann tækifæri til að sýna hvað í sér býr á móti Philippou sem var á mörkum þess að komast í titilbardaga áður en Francis Carmont tók hann í glímukennslu.

Spá: Þetta er spennandi bardagi af því að þessir tveir eru á meðal þeirra bestu í millivigt og báðir vilja sanna sig eftir erfitt tap í síðasta bardaga. Tilfinningin er sú að Rockhold muni sigra á stigum í bardaga sem verður að mestu leyti standandi.

henderson-thomson

1. UFC on Fox 10 – 25. janúar 2014, Ben Henderson vs. Josh Thomson (léttvigt)

Þetta er bardagi sem hefði hæglega getað verið titilbardagi ef t.d. Thomson hefði fengið tækiðfærið þegar T.J. Grant meiddist í stað Anthony Pettis. Þetta er mikilvægur bardagi fyrir báða en sigur gæti þýtt titilbardagi mjög fljótlega, sérstaklega fyrir Thomson.

Spá: Thomson er búinn að vera á mikilli siglingu en henni lýkur hér. Henderson er einfaldlega of góður og mun sigra þennan bardaga á stigum.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular