Cain Velasquez mun ekki mæta Fabricio Werdum um þungavigtartitilinn á UFC 196 eins og til stóð. Velasquez er meiddur í baki og mun Stipe Miocic koma í hans stað.
Þetta tilkynnti Dana White á Twitter fyrir skömmu. Þetta er mikið áfall fyrir Velasquez sem hefur átt í miklum meiðslavandræðum út ferilinn. Velasquez tapaði þungavigtarbeltinu sínu til Fabricio Werdum í júní í fyrra.
Cain Velasquez is out with a back injury. Stipe vs Werdum for the heavyweight championship February 6th. pic.twitter.com/vPRJYJvOjL
— Dana White (@danawhite) January 24, 2016
Stipe Miocic er 5-1 í síðustu sex bardögum en síðast sáum við hann rota Andrei Arlovski á aðeins nokkrum sekúndum. Þetta verður fyrsta titilvörn Werdum en bardaginn er aðalbardagi UFC 196 sem fram fer þann 6. febrúar í Las Vegas.