Nýji UFC leikurinn frá EA Sports kemur út á Íslandi á morgun þann 19. júní. Af því tilefni ætlum við að gefa eitt eintak af leiknum í skemmtilegum leik.
Sigurvegarinn fær eintak af UFC leiknum frá Senu og getur valið um hvort eintakið verði spilanlegt í Playstation 4 eða Xbox One en leikurinn er einungis fáanlegur í þessum leikjatölvum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá brot úr leiknum.
Á myndinni hér að neðan er búið að raða þremur andlitshlutum saman í eitt andlit. Allt eru þetta þekktir UFC bardagamenn sem eru að sjálfssögðu í leiknum. Svarfrestur rennur út kl 20:00 annað kvöld en þá verður dregið úr leiknum.
Hvaða þrír bardagamenn eru þetta?
Sendið rétt svar á ritstjorn@mmafrettir.is
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023