Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNýr stjóri og stefnubreyting í Bellator

Nýr stjóri og stefnubreyting í Bellator

Bellator er þessa dagana að ganga í gegnum breytingaskeið. Scott Coker tekur við af Bjorn Rebney sem forseti bardagsamtakanna.

Í dag tilkynnti eigandi Bellator, Viacom, að Scott Coker myndi taka við stjórn Bellator af Bjorn Rebney sem hætti í gær. Coker býr yfir mikilli reynslu en hann stjórnaði Strikeforce bardagasamtökunum árum saman áður en það var keypt af Zuffa. Aðrar tengdar fréttir eru að Bellator mun í framhaldi færa sig frá sínu hefðbundna módeli. Hingað til hefur sambandið byggst upp á litlum útsláttarkeppnumsem búa til áskorendur fyrir meistarana en stefnt er að því að breyta fyrirkomulaginu í hefðbundið módel líkt og í UFC.

Þetta er meiriháttar stefnubreyting en útsláttarkeppnin hefur hingað til aðgreint Bellator frá öðrum MMA samböndum. Fyrirkomulagið hefur sína kosti og galla þar sem það býr til gagnsætt kerfi en hindrar á sama tíma sambandið í að setja saman þá bardaga sem þeir vilja. Framundan eru því áhugaverðir tímar hjá Bellator.

coker
Scott Coker
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular