spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentWill Brooks kominn í UFC

Will Brooks kominn í UFC

Will Brooks vs Michael Chandler

Will Brooks ætti að vera hörðum MMA aðdáendum vel kunnugur. Þessi fyrrum léttvigtarmeistari Bellator er nú kominn í UFC.

Brooks hefur verið einn besti bardagamaðurinn sem keppt hefur utan UFC á undanförnum árum en nú fær hann loksins tækifæri til að sanna sig gegn þeim bestu í heiminum.

Will Brooks vann léttvigtarbelti Bellator árið 2014 gegn Michael Chandler og yfirgaf bardagasamtökin sem léttvigtarmeistarinn eftir að hafa varið það í tvígang. Aðeins eitt tap er á ferlinum í 19 viðeignum en hann var rotaður á 43 sekúndum árið 2013 gegn Saad Awad. Síðar sama ár hefndi hann fyrir tapið með afgerandi sigri á stigum.

Brooks mætir engum öðrum en Ross Pearsson á lokakvöldi The Ultimate Fighter þann 8. júlí. Það verður því enn ein viðbótin í drekkhlaðinn júlí mánuð.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular