Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentWorld Series of Fighting breytir um nafn og verður að deild

World Series of Fighting breytir um nafn og verður að deild

WSOF, World Series of Fighting, mun breyta nafni sínu í Professional Fighters League á næsta ári. Þá mun fyrirkomulagi bardagasamtakanna verða breytt og munu nú notast við deildarskipulag.

WSOF var starfrækt í fimm ár en nýjir eigendur keyptu bardagasamtökin fyrir nokkrum mánuðum síðan. Í bardagasamtökunum voru menn á borð við Jon Fitch, Justin Gaethje, Yushin Okami, Jake Shields og fleiri.

Frá janúar 2018 verður nýtt deildarfyrirkomulag sett á laggirnar í sjö þyngdarflokkum en þetta kemur fram í tölvupósti sem bardagamenn WSOF fengu frá forseta bardagasamtakanna, Ray Sefo. Planið er að gefa bardagamönnunum jöfn tækifæri og hafa bardagasamtökin efnt til þriggja loforða.

1. Hver bardagamaður mun fá bardaga reglulega, að minnsta kosti þrjá bardaga á ári.

2. Allir bardagamenn fá mánaðarleg laun

3. Allir bardagamenn geta orðið meistarar

Ekki er vitað hvernig bardagasamtökin ætlar að greiða þessi mánaðarlaun eða hve há þau eru. Að auki er ekki vitað hversu margir bardagamenn úr WSOF muni fara yfir í nýju deildina, PFL.

Tímabilið í deildinni mun standa yfir í tíu mánuði í sjö þyngdarflokkum en ekki er vitað hvaða þyngdarflokka er um að ræða.

Hver bardagamaður mun keppa í þremur bardögum yfir tímabilið. Þeir sem eru með besta bardagaskorið fara í útsláttarkeppnina og svo í titilbardaga. Hver meistari fær eina milljón dollara í sigurlaun.

Enn er mörgum spurningum ósvarað um fyrirkomulagið en fyrsti viðburðurinn á að fara fram í janúar á næsta ári.

Tölvupóstinn frá Ray Sefo má lesa á vef MMA Fighting hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular