Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentYair Rodriguez fær 6 mánaða bann frá USADA

Yair Rodriguez fær 6 mánaða bann frá USADA

Yair Rodriguez er ekki að fara í búrið á næstunni. Rodriguez hefur fengið 6 mánaða keppnisbann frá USADA.

Þrátt fyrir bannið féll Yair Rodriguez þó aldrei á lyfjaprófi. Allir bardagamenn UFC þurfa að láta USADA vita hvar í heiminum þeir eru staðsettir ef USADA skildi ætla að taka þá í lyfjapróf utan keppnis. Rodriguez greindi USADA ekki frá hvar hann væri þrívegis og fékk því bann.

USADA tekur bardagamenn UFC í lyfjapróf utan keppnis allan ársins hring og þarf því að vita hvar menn eru staðsettir í heiminum. Bardagamenn UFC eru með smáforrit þar sem þeir eiga að tilkynna USADA hvar þeir eru. Rodriguez gerði það ekki þrisvar og mættu aðilar frá USADA þrívegis til Rodriguez þar sem hann var ekki á staðnum.

Atvikin hjá Rodriguez áttu sér stað á fyrstu níu mánuðum ársins en þrjú mistök á einu ári þýðir refsing af hálfu USADA. Bannið nær til 8. september og má hann því ekki keppa aftur fyrr en 8. mars 2021.

Rodriguez er með þeim betri í fjaðurvigtinni en hann hefur ekkert barist síðan í október 2019 þegar hann sigraði Jeremy Stephens. UFC hefur lengi reynt að setja saman bardaga á milli hans og Zabit Magomedsharipov án árangurs.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular