spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaYfirtaka UFC á styrktaraðilum

Yfirtaka UFC á styrktaraðilum

Nate-Quarry-vs-Tim-CredeurUndanfarna mánuði hafa margir fyrrum bardagakappar UFC komið út til fjölmiðla og kvartað undan þeirri meðferð sem þeir fengu hjá UFC samtökunum. Þessar kvartanir hafa verið margar og mismunandi en oftast snúast þær á einn veg eða annan um launagreiðslur.

UFC er ólíkt öðrum stórum íþróttarsamtökum sem hafa stéttarfélög og opinbera launaskrá íþróttamanna sinna. Þess í stað er UFC einkarekið og hefur fyrirtækið réttinn á því að fela laun og skilmála samninga íþróttamanna sinna. UFC gefur oftast upp þau grunnlaun sem keppendur fengu daginn eftir UFC atburðinn. Dana White hefur í mörgum tilvikum greint frá því að þeir séu í raun að borga keppendum sínum mikið hærri laun en þessi grunnlaun sem gefin eru upp. En er það í raun satt?

Nate Quarry hefur nýlega komið út opinberlega með harða gagngrýni á UFC og framkomu þeirra við þá íþróttamenn sem eru undir samning hjá þeim. Þar nefnir hann meðal annars hvernig UFC hefur skorið undan þeim möguleikum sem keppendurnir hafa til að verða sér út um styrktaraðila. Þegar hann fyrst samdi við UFC var honum gefið frelsi til að velja hvern sem hann vildi hafa sem styrktaraðila. Seinna á ferli hans var honum sagt að aðeins þeir aðilar sem UFC samþykkti mættu styrkja hann og það mætti ekki vera fyrirtæki sem voru í samkeppni við þeirra eigin styrktaraðila.

Hann heldur svo áfram að útskýra þróunina þar sem UFC byrjaði að krefjast $50 – 100.000 greiðslu frá styrktaraðilunum fyrir réttindinn að mega styrkja þá. Hann missti And1 sem styrktaraðila sinn þegar þessi breyting átti sér stað. Nánar er hægt að lesa um rýginn á milli Nate Quarry og UFC samtakana hér í umfjöllun MMA Frétta um málið. Þessar fjárhæðir takmarka mjög hvaða aðilar geta styrkt keppendur. Minni styrktaraðilar sem hafa ekki efni að borga slíkar upphæðir geta því ekki styrkt sína menn áfram. Oftast nær þurfa fyrirtækin að borga svo kallaðan “skatt” til UFC sem nemur oft um 50-100.000 dollara en borga svo bardagamanninum kannski aðeins 10.000 dollara. Fyrir kappa sem fær $6-8.000 fyrir að mæta og keppir aðeins þrisvar á ári geta þessar aukatekjur skipt gífurlegu máli.

Eins og áður hefur verið greint frá þá er nýjasta þróunin í þessu málefni áætlun UFC samtakana að taka upp staðlaða búninga sem keppendur verða að klæðast. Hér munu samtökin ákveða útlit búningana og einnig hvaða styrktaraðilar birtast á þeim. Ef þetta verður raunin er það ekki lengur upp á keppenduna komið að velja sér sína eigin styrktaraðila. Þetta getur leytt til taps á tekjum en eins og Nate Quarry tók sjálfur fram þá þénaði hann í flestum tilfellum meiri tekjur frá styrktaraðilum sínum en frá UFC samninginum sem hann skrifaði undir. Enn er þó ekkert komið í ljós hvernig þessum stöðluðu búningum verður háttað eða hvort búningarnir komi.

Hvernig mun þetta nýja kerfi virka? Munu keppendur fá hluta af auglýsingar gróðanum sem UFC hefur samið um? Þetta getur skipt gífurlegu máli fyrir þá keppendur sem eru lægst í fæðukeðjunni. Þeir hafa nefnilega ekki sömu þyngd og frægari kapparnir þegar það kemur að samningsviðræðum og eru þeir í hættu við að missa nær allar tekjur frá styrktaraðilum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular