spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÝmislegt gekk á þegar 300 bardagamenn UFC komu saman um helgina

Ýmislegt gekk á þegar 300 bardagamenn UFC komu saman um helgina

UFC hélt sérstaka hátíð í Las Vegas fyrir bardagamenn sína um helgina. Um 300 bardagamenn létu sjá sig á hátíðinni og gekk þar ýmislegt á.

Öllum bardagamönnum UFC var boðið á hátíðina en þar voru m.a. fyrirlestrar og kynning á nýrri aðstöðu UFC. Þar gefst bardagamönnum tækifæri á að æfa og fá meðhöndlun á meiðslum sem þeir eiga við að stríða. Gunnar Nelson kaus að fara ekki til Las Vegas enda upptekinn við að undirbúa sig fyrir bardaga hér heima.

Á hátíðinni, sem kallaðist UFC Athlete Retreat, mættu nýju eigendur UFC og kynntu sig fyrir bardagamönnunum. Þarna gafst bardagamönnum tækifæri á að hitta nýju eigendurnar í fyrsta sinn síðan þeir keyptu UFC í fyrrasumar.

Kobe Bryant hélt fyrirlestur og svaraði spurningum bardagamanna. Þá var yfirmaður hjá Reebok viðstaddur og svaraði hann spurningum bardagamanna.

Léttvigtarmaðurinn Kajan ‘Ragin’ Johnson gagnrýndi Reebok samninginn og segja viðstaddir að stemningin hafi fljótt orðið ansi spennuþrungið.

https://www.youtube.com/watch?v=50f1wAGPGyk

Kajan Johnson fékk ekki þau svör sem hann vonaði eftir og var að lokum fylgt úr byggingunni.

Kajan Johnson hefur ekkert barist síðan í september 2015 vegna meiðsla en sagði að hann hefði hreinlega ekki getað setið á sér.

Nokkrir fyrirlesaranna þóttu lítið spennandi og var einn sagður vera drukkinn.

Atvik helgarinnar var þó þegar Cris ‘Cyborg’ Justino kýldi Angelu Magana. Sú síðarnefnda hefur hreinlega lagt Cyborg í einelti á netinu og gerði það sama gegn sambýliskonum sínum á meðan hún var í The Ultimate Fighter á sínum tíma. Magana fær ekki mikla samúð frá aðdáendum en hún ætlar að kæra Cyborg fyrir árásina.

Eina myndbandið af atvikinu sem skotið hefur upp kollinum er þetta myndband sem Bec Rawlings tók.

Það voru þó margir sem skemmtu sér konunglega um helgina en hátíðin kláraðist með tónleikum Snopp Dogg.

???this place is fucked up

A post shared by Neil Seery (@neilseery) on

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular