UFC hélt sérstaka hátíð í Las Vegas fyrir bardagamenn sína um helgina. Um 300 bardagamenn létu sjá sig á hátíðinni og gekk þar ýmislegt á.
Öllum bardagamönnum UFC var boðið á hátíðina en þar voru m.a. fyrirlestrar og kynning á nýrri aðstöðu UFC. Þar gefst bardagamönnum tækifæri á að æfa og fá meðhöndlun á meiðslum sem þeir eiga við að stríða. Gunnar Nelson kaus að fara ekki til Las Vegas enda upptekinn við að undirbúa sig fyrir bardaga hér heima.
Á hátíðinni, sem kallaðist UFC Athlete Retreat, mættu nýju eigendur UFC og kynntu sig fyrir bardagamönnunum. Þarna gafst bardagamönnum tækifæri á að hitta nýju eigendurnar í fyrsta sinn síðan þeir keyptu UFC í fyrrasumar.
Kobe Bryant hélt fyrirlestur og svaraði spurningum bardagamanna. Þá var yfirmaður hjá Reebok viðstaddur og svaraði hann spurningum bardagamanna.
Léttvigtarmaðurinn Kajan ‘Ragin’ Johnson gagnrýndi Reebok samninginn og segja viðstaddir að stemningin hafi fljótt orðið ansi spennuþrungið.
https://www.youtube.com/watch?v=50f1wAGPGyk
Kajan Johnson fékk ekki þau svör sem hann vonaði eftir og var að lokum fylgt úr byggingunni.
I was told several ppl recorded it. Some agreed and cheered, others felt uncomfortable. Last 3-4 mins. He was escorted out afterwards.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) May 21, 2017
Kajan Johnson hefur ekkert barist síðan í september 2015 vegna meiðsla en sagði að hann hefði hreinlega ekki getað setið á sér.
Well, I had to do it. I couldnt sit there any longer listening without speaking my mind. Let the chips fall where they may
— kajan johnson (@IamRagin) May 21, 2017
Nokkrir fyrirlesaranna þóttu lítið spennandi og var einn sagður vera drukkinn.
Who the hell would want @AnheuserBusch to sponsor them with a drunk douche talkin to them like he’s Gods gift. The shittiest speaker by far!
— Aljamain Sterling (@FunkMaster_UFC) May 21, 2017
We’re always told to represent ourselves the correct way, while we listen to a drunk dude, at 930am, saying “be McGregor…we want winners”?
— Aljamain Sterling (@FunkMaster_UFC) May 21, 2017
How’s the Retreat going?
Me: ? pic.twitter.com/x06xGljByK— Bec Rawlings (@RowdyBec) May 21, 2017
#UFCAR17 pic.twitter.com/W8mL6NJFP6
— Siyar The Great (@Siyarized) May 20, 2017
Atvik helgarinnar var þó þegar Cris ‘Cyborg’ Justino kýldi Angelu Magana. Sú síðarnefnda hefur hreinlega lagt Cyborg í einelti á netinu og gerði það sama gegn sambýliskonum sínum á meðan hún var í The Ultimate Fighter á sínum tíma. Magana fær ekki mikla samúð frá aðdáendum en hún ætlar að kæra Cyborg fyrir árásina.
Only 1 day to vote on #yourmajesty poll in previous tweet. Its anonymous you pussies. Who wore it better? Please see previous tweet to vote pic.twitter.com/ivLD7HD7vk
— Angela Magana (@AngelaMagana1) April 27, 2017
Lets be clear I did not call cops UFC did. But I decided to press charges after speaking with them. I have my teeth pic.twitter.com/BKrAMpz8Sy
— Angela Magana (@AngelaMagana1) May 22, 2017
I was the victim of roid rage today. Hope it was worth your job. Sue happy lawyers hitting me up left and right now #Cyborg
— Angela Magana (@AngelaMagana1) May 22, 2017
Eina myndbandið af atvikinu sem skotið hefur upp kollinum er þetta myndband sem Bec Rawlings tók.
Það voru þó margir sem skemmtu sér konunglega um helgina en hátíðin kláraðist með tónleikum Snopp Dogg.