Yoel Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni fyrir UFC 225 rétt í þessu. Á þessari stundu er óvíst hvort bardaginn fari fram og hvort beltið verði enn í boði fyrir Romero.
Yoel Romero á að mæta Robert Whittaker á morgun í aðalbardaga kvöldsins á UFC 225 annað kvöld. Yoel Romero var 186 pund (84,4 kg) í vigtuninni í morgun í fyrstu tilraun en þar sem þetta er 185 punda titilbardagi þarf Romero að vera akkúrat 185 pund (83,9 kg) eða minna í vigtuninni.
Romero fékk annað tækifæri til að vigta sig inn en klukkutíma síðar var hann 185,2 pund (84 kg)! Hann er þar með 0,2 pundum (90 grömm) yfir og fær ekki annað tækifæri til að vigta sig inn.
Á þessari stundu er óljóst hvort bardaginn fari fram og hvort það verði titilbardagi. Whittaker, Romero og þeirra lið munu ræða við UFC og taka ákvörðun um næstu skref. Tæknilega séð er Romero of þungur til að fá að berjast um titil og svo gæti farið að bardaginn verði aðeins titilbardagi fyrir Whittaker. Ef svo verður ákvarðað mun Romero ekki verða meistari þó hann vinni Whittaker. Allt slíkt á þó eftir að ákveða eins og er.
Þetta er í annað sinn í röð sem Romero nær ekki vigt en hann var of þungur fyrir titilbardaga sinn um bráðabirgðarbeltið í febrúar gegn Luke Rockhold. Allir aðrir bardagamenn- og konur náðu tilsettri þyngd.
Yoel pic.twitter.com/t4GBikddmC
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) June 8, 2018
Yoel Romero just walked by us, assisted by two members of his team on each side. He was visibly and audibly in pain. Scary stuff.
— Marc Raimondi (@marc_raimondi) June 8, 2018