spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentYoel Romero sagður hafa fallið á lyfjaprófi

Yoel Romero sagður hafa fallið á lyfjaprófi

Yoel Romero Jacare Souza
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Millivigtarmaðurinn Yoel Romero er sagður hafa fallið á lyfjaprófi. Samkvæmt tilkynningu frá UFC hefur hinn 38 ára Romero brotið lyfjareglur UFC.

Ekki er vitað að svo stöddu um hvers kyns brot er að ræða en samkvæmt tilkynningunni tengist brotið lyfjaprófi sem framkvæmt var utan keppni. Lyfjaprófið var tekið af USADA sem sér um lyfjamál UFC. USADA mun sjá um að úrskurða í málinu og mun veita frekari upplýsingar um málið á næstu vikum.

Yoel Romero sigraði ‘Jacare’ Souza á UFC 194 í desember. Með sigrinum var hann nánast búinn að tryggja sér titilbardaga gegn Luke Rockhold án þess að UFC hafi staðfest hver yrði næsti andstæðingur Rockhold.

Reynist Romero hafa fallið á lyfjaprófi mun hann fara í bann og fær auðvitað ekki titilbardagann sem hann hafði óskað eftir. Romero hlaut silfur á Ólympíuleikunum árið 2000 í Grísk-Rómverskri glímu og er 11-1 í MMA.

Romero hefur sigrað alla sjö bardaga sína í UFC en sigrarnir á Jacare og Tim Kennedy voru báðir afar umdeildir. Gegn Kennedy neitaði hann að standa upp af stólnum fyrir þriðju lotuna en stóð á endanum upp og rotaði Kennedy í 3. lotunni. Tim Kennedy var afar ósáttur eftir þann bardaga og kallaði Romero svindlara.

Það er því óhætt að segja að það hafi hlakkað í Kennedy er hann heyrði af lyfjaprófi Romero.

Millivigtarmeistarinn Luke Rockhold lét Romero einnig heyra það á Twitter í gær.

MMA: UFC on FOX 11-Tavares Vs. Romero

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular