spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentYoel Romero stofnar söfnunarreikning fyrir sjúkrakostnað Michael Bisping

Yoel Romero stofnar söfnunarreikning fyrir sjúkrakostnað Michael Bisping

Yoel Romero og Michael Bisping munu mætast um millivigtartitilinn síðar á árinu. Romero hefur hent í söfnunarreikning til styrktar Bisping svo hann geti greitt fyrir sjúkrakostnaðinn eftir bardagann.

Yoel Romero hefur stofnað styrktarsjóð á GoFundMe vefnum og birtir mynd af Bisping eftir bardagann gegn Dan Henderson. Þar er Bisping illa farinn en Romero segir að Bisping muni þurfa háa fjárhæð eftir bardagann gegn sér.

„Þetta er Mike. Hann mun þurfa pening eftir að við mætumst í búrinu sirka í maí. Hann er glaður á myndinni eftir að hafa varið titil sinn gegn öðrum bardagamanni og eyðileggingin sem hann gekk í gegnum neyðir hann til að fara í aðgerð á hné þó allur sýnilegi skaðinn sé í andlitinu. Þessi aðgerð hefur komið í veg fyrir að hann geti keppt tímanlega. Ég er sannfærður um að hann muni þurfa þennan pening til að endurbyggja líf sitt eftir bardagann gegn mér. Hann á fjölskyldu og ég hef miklar áhyggjur af honum. Vinsamlegast aðstoðið hann en peningurinn fer í sjúkrakostnað og eftirlaunapartýið hans.“

Það er óhætt að segja að Yoel Romero sé að fara nýjar leiðir í skítkastinu og verður gaman að sjá hverju Michael Bisping svari.

Styrktarsjóðinn má sjá hér en takmarkið eru 100.000 dollarar eða rúmar 11 milljónir króna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular