0

Sunna Rannveig: Himinlifandi með að vera á leiðinni aftur í búrið

Sunna Rannveig

Mynd: Allan Suarez.

Invicta FC hefur tilkynnt næsta bardaga Sunnu Rannveigar Davíðsdóttur. Sunna mætir þá Mallory Martin á Invicta FC 22 bardagakvöldinu og er himinlifandi með bardagann.

Mallory Martin er 23 ára gömul bardagakona með einn atvinnubardaga að baki líkt og Sunna. Martin kemur úr Zingano BJJ bardagaklúbbnum en eins og nafnið gefur til kynna er klúbburinn rekinn af bardagakonunni Cat Zingano í UFC.

Martin er fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu líkt og Sunna og þá hefur hún einnig keppt í Muay Thai líkt og Sunna.

Sunna keppti síðast í september er hún sigraði Ashley Greenway eftir dómaraákvörðun. Hún hefur verið ólm í að fá næsta tækifæri í Invicta og er hún himinlifandi að vera loksins komin með næsta bardaga.

„Ég er himinlifandi með að vera á leiðinni aftur í búrið. Ég veit lítið um þessa stelpu sem ég er að fara að mæta annað en það að hún hefur svipaðan bakgrunn og ég í íþróttinni. Ég held að þetta sé bara fullkominn andstæðingur fyrir mig en það hefði ekki skipt mig neinu máli hverri ég hefði mætt satt að segja,“ segir Sunna.

„Ég er í toppstandi, æfingar hafa gengið vel og ég er búin að bæta mig mikið síðan ég barðist seinast. Ég er ofboðslega glöð að það sé búið að staðfesta bardagann og mig hlakkar mikið til að fara út og sýna aftur hvað í mér býr.“

Bardaginn fer fram þann 25. mars í Kansas City.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply