spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða14 Íslendingar keppa á Swedish Open um helgina

14 Íslendingar keppa á Swedish Open um helgina

swedish openUm helgina fer Swedish Open fram í Stenungssund í Svíþjóð. Mótið er nokkurs konar óopinbert Norðurlandamót í brasilísku jiu-jitsu og munu 14 Íslendingar taka þátt.

Íslendingarnir 12 koma öll úr röðum Mjölnis en þetta eru þau Aron Daði Bjarnason, Ómar Yamak, Kristján Helgi Hafliðason, Hafdís Vera Emilsdóttir, Sigurður Örn Alfonsson, Sigurður Kolbrúnarson, Þorgrímur Þórarinsson, Eggert Djaffer Si Said, Sunna Wiium, Árni Snær Fjalarsson, Kári Hlynsson, Adrian Krasniqi, Róbert Ingi Bjarnason og Mikael Leó Aclipen. Þeir Ómar, Kristján Helgi og Sigurður Örn kepptu á sama móti í fyrra og tókst Ómari að næla sér í silfur í -70 kg flokki fjólublábeltinga.

Mikael Leó og Kári Hlynsson keppa í flokki 12-13 ára unglinga og þeir Árni Snær og Sigurður Örn í flokki 16-17 ára unglinga. Þá keppir Róbert Ingi í flokki 10-12 ára. Þeir Mikael, Kári og Árni Snær sigruðu allir sinn flokk á Íslandsmeistaramóti unglinga sem fram fór á dögunum.

Mótið fer fram á laugardag og sunnudag og munum við flytja ykkur fréttir af mótinu um helgina.

Sjá einnig: Mikael Leó – Vonast til að fá tækifæri til að keppa í UFC

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular