spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent2016: Bestu rothögg ársins

2016: Bestu rothögg ársins

Árið 2016 hefur runnið sitt skeið en árið gaf okkur mikið af frábærum bardögum og einnig hafa mörg ótrúleg rothögg litið dagsins ljós. Hér ætlum við að skoða þau tíu rothögg sem stóðu upp úr að okkar mati.

https://www.youtube.com/watch?v=m8Pzr_m6IMQ

10. Conor McGregor gegn Eddie Alvarez – UFC 205

Það voru mörg frábær rothögg á árinu en það er ekki hægt að sleppa rothöggi Conor gegn Eddie Alvarez. Conor kýldi þáverandi léttvigtarmeistari nokkrum sinnum niður áður en hann kláraði hann með magnaðri nokkurra högga fléttu. Ef litið er til stærðar bardagans og andstæðingsins er þetta eitt af bestu rothöggum ársins.

https://www.youtube.com/watch?v=gtzaegHI-aM

9. Diego Rivas gegn Noad Lahat – UFC Fight Night 82

Þessi hoppandi hné eru alltaf gullfalleg. Erfitt að tímasetja þau en þegar þau smella þá verður einhver bomba. Lahat stjórnaði Rivas alla fyrstu lotuna í gólfinu og var ekki langt frá því að klára bardagann í gólfinu. Rivas kom tvíefldur til leiks í 2. lotu og náðu þessu svakalega rothöggi.

8. Stipe Miocic gegn Fabricio Werdum – UFC 198

Þegar þú hleypur áfram eins og vitleysingur með hendurnar niðri þá getur orðið slys. Werdum ákvað að beita þessari tækni gegn Miocic og slökkviliðsmaðurinn var ekki lengi að nýta sér það og gaf honum eina beina hægri beint í andlitið og við það fór Werdum niður. Miocic kláraði bardagann með höggum á gólfinu en hnitmiðaða beina hægri var það sem vann bardagan.

https://www.youtube.com/watch?v=wBIhk6gAtnE

7. Dan Henderson gegn Hector Lombard – UFC 199

Lombard var talinn sigurstranglegri og eftir góða fyrstu lotu voru þeir tilbúinir í stríð. Henderson ákvað að reyna háspark sem var mjög óvænt en Lombard greip sparkið. Henderson ákvað þá að reyna olnboga sem slökkti á Lombard í fyrsta skiptið í fjörutíu bardögum. Ótrúlegt.

6. Tyron Woodley gegn Robbie Lawler – UFC 201

Hægri frá helvíti. Robbie Lawler hefur lengi verið þekktur fyrir sterka höku þó að Nick Diaz hafi slökkt á honum árið 2004. Lawler var búinn að vera á hörku skriði en Woodley er eitt mesta skrímslið í veltivigtinni. Hann einfaldlega hlóð í eina svakalega hægri frá helvíti og smell hitti Lawler og kláraði bardagann með nokkrum vel völdum höggum í gólfinu. Bubbi myndi kalla þetta B – O – B – A, BOMBA!

5. Donald Cerrone gegn Rick Story – UFC 202

Ó, þú kúreki. Það er fátt sem MMA aðdáendur elska jafn mikið og frábæra fléttu sem hittir beint í mark. Rick Story var búinn að vinna tvo frábæra bardaga í röð en þá hitti hann kúrekann frá Ohio. Stunga, bein hægri í skrokkinn, vinstri krókur í eyrað og hægri háspark sem smellhitti nákvæmlega þar sem þú vilt hitta með sparkinu. Ótrúlegt. Svo kláraði hann bardagann með nokkrum höggum í viðbót en Story var alveg búinn eftir fléttuna.

4. Lando Vannata gegn John Makdessi – UFC 206

Lando Vannata setti sparkið upp með krúttlegum litlum spörkum í lærið og þegar Makdessi hringsólaði í réttu áttina þá snéri hann sér í hjólspark sem smellhitti Makdessi. Gullfalleg tækni.

3. Yoel Romero gegn Chris Weidman – UFC 205

Það eru fáir jafn góðir íþróttamenn í UFC og Yoel Romero. Þessi ótrúlegi íþróttamaður ákvað að skella sér í smá háloftaleikfimi gegn fyrrum meistaranum í millivigtinni. Hann stökk upp með fljúgandi hné sem smellhitti í höfuð Weidman og rotaði Weidman. Það var það mikill kraftur í hnéinu að hann flaug í leiðinni yfir Weidman. Rosalegt að sjá.

2. Yair Rodriguez gegn Andre Fili – UFC 197

Að hoppa upp í loftið og sparka beint í einhvern er nógu erfitt. Að hoppa fyrst með hina löppina upp í loftið og svo sparka með hinni beint í andlitið á andstæðingum og r0ta hann er næstum ekki hægt. Rothöggið minnir á eitt flottasta rothögg aldarinnar þegar Jose Aldo tók hjólahné í Cub Swanson í WEC en Rodriguez tókst þetta þó og úr varð eitt af bestu rothöggum ársins. Rodriguez er einn af efnilegri bardagamönnum í UFC.

1. Michael ‘Venom’ Page gegn Cyborg Santos – Bellator 158

Það er hægt að lýsa þessu rothöggi með einu orði; Vá! Þetta hné kláraði bardagann en braut um leið höfuðkúpu Santos. Sá brasilíski fór í aðgerð eftir bardagann og ætlar að snúa aftur í búrið. Page hefur verið gagnrýndur fyrir að fá auðvelda andstæðinga í Bellator og ekki hjálpaði þessi bardagi orðspori hans. Þó Cyborg sé seint talinn einn af þeim bestu þá er hann þaulreyndur MMA bardagamaður og hefur ekki látið áður fara með sig svona.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular