Friday, April 26, 2024
HomeErlentYfirlýsing Rondu Rousey: Stundum ganga hlutirnir ekki upp

Yfirlýsing Rondu Rousey: Stundum ganga hlutirnir ekki upp

Ronda Rousey sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi. Ronda er afar þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið og ætlar að taka sér tíma til að hugsa um næstu skref.

Ronda Rousey tapaði fyrir Amöndu Nunes eftir tæknilegt rothögg eftir aðeins 48 sekúndur í 1. lotu. Margir telja að Ronda muni leggja hanskana á hilluna í kjölfar tapsins.

Ronda talaði ekki við fjölmiðla fyrir og eftir bardagann en sendi ESPN yfirlýsingu.

„Mig langar að þakka öllum aðdáendum mínum fyrir stuðninginn, bæði á góðu stundunum og þeim slæmu. Orð fá því ekki lýst hve ást ykkar og stuðningur skiptir mig miklu máli.“

„Endurkoma í búrið og að komast aftur á sigurbraut var það eina sem ég einblíndi á síðasta árið. Stundum, þrátt fyrir allan undirbúninginn og allt sem þú setur í þetta, ganga hlutirnir bara ekki upp.“

„Ég er stolt þegar ég sé hve langt kvennaflokkarnir hafa náð í UFC og hrósa öllum konunum sem hafa átt þátt í því að gera þetta allt mögulegt og þar á meðal Amöndu.“

„Ég þarf að fá smá tíma til að velta fyrir mér framtíðinni. Takk fyrir að skilja mig og trúa á mig.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular