spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent37 af 41 atvinnumönnum spá Nate Diaz sigri

37 af 41 atvinnumönnum spá Nate Diaz sigri

123Í kvöld fer fram bardagi Conor McGregor og Nate Diaz á UFC 202. Það er hefð fyrir því að aðrir bardagakappar gefi sína spá fyrir stóra bardaga sem þennan en 37 af 41 atvinnumönnum spá Nate Diaz sigri.

Þrátt fyrir að vera talinn sigurstranglegri af veðbönkum vestanhafs virðast starfsbræður Conor McGregor ekki hafa eins mikla trú á honum. Meðal þeirra sem spá Diaz sigri eru menn á borð við Carlos Condit, José Aldo, Luke Rockhold, Chael Sonnen og fleiri.

Bloody Elbow tók saman spár fjölmargra bardagamanna og voru aðeins fjórir af þeim sem töldu Conor líklegri til sigurs. Einn af þeim fjórum er okkar maður Gunnar Nelson en hinir eru Bretarnir Michael Bisping og Brad Pickett og svo Bandaríkjamaðurinn James Krause.

Sjá einnig: Spámaður helgarinnar – Gunnar Nelson (UFC 202)

Samkvæmt þessu verður á brattann að sækja fyrir Conor í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort honum tekst að sanna sig fyrir kollegum sínum. Þess má geta að fyrir bardaga Conor gegn José Aldo voru átta af tíu aðspurðum atvinnumönnum á því að Aldo myndi sigra. Conor er því vanur að vera talinn ólíklegri.

Hægt er að lesa alla spána á vef Bloody Elbow

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular