spot_img
Thursday, January 2, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent4 bardagamenn hættu um síðustu helgi - hver er líklegastur til að...

4 bardagamenn hættu um síðustu helgi – hver er líklegastur til að snúa aftur?

Mynd: Daniel Schalander.

Um síðustu helgi lögðu fjórir bardagamenn hanskana á hilluna. Munu einhverjir af þeim snúa aftur í búrið eins og er svo algengt?

Það virðist vera ótrúlega erfitt fyrir MMA bardagamenn að hætta. Brad Pickett, Vitor Belfort og Urijah Faber eru nýleg dæmi um menn sem hafa hætt við að hætta og barist aftur eftir að hafa lagt hanskana á hilluna.

Þeir Alexander Gustafsson, Jimi Manuwa, Muhammad ‘King Mo’ Lawal og Nick Hein hættu allir um síðustu helgi en allir börðust þeir um síðustu helgi nema King Mo. Hver af þeim er líklegastur til að snúa aftur í búrið eða jafnvel í box?

Pétur Marinó Jónsson: Mér finnst eiginlega enginn neitt sérstaklega líklegur en ég trúði því alveg líka þegar Pickett, Faber og Vitor Belfort hættu. Þegar Gustafsson tilkynnti óvænt að hann væri hættur var ég handviss um að hann myndi berjast aftur. Þegar menn tilkynna þetta svona óvænt í búrinu eru miklar tilfinningar í spilinu og menn sjá hlutina í öðru ljósi nokkrum mánuðum seinna. Auk þess er hann bara 32 ára gamall. En miðað við ummæli Gustafsson á blaðmannafundinum eftir bardagann og sögusagnir um ástandið á skrokknum held ég að hann sé í alvörunni hættur.

Jimi Manuwa hefur verið rotaður illa nokkrum sinnum og tekið mikinn skaða. Ég er samt hræddur um að hann taki einhvern box bardaga eða jafnvel Bareknuckle Boxing bardaga eftir svona eitt ár. Skrokkurinn á King Mo er síðan í algjöru rugli og á hann erfitt með að labba. Ég held því að hann sé alveg hættur en gæti alveg séð fyrir mér að hann snúi aftur í Japan eftir svona 2 ár þegar hann er aðeins búinn að jafna sig og fá auka vítamín. Nick Hein held ég að hafi fínt bakland sem ákveðinn sendiherra MMA í Þýskalandi og fyrrum lögreglumaður. Hann virkar sem nokkuð klár gaur sem getur gert meira en að berjast. Þannig að ég held að hann sé endanlega hættur.

Ef ég ætti að raða þessu í röð myndi það líta svona út:
1. Jimi Manuwa (líklegastur til að berjast aftur)
2. King Mo
3. Alexander Gustafsson
4. Nick Hein (ólíklegastur)

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Gustafsson sé ekki hættur. Hann er auðvitað með slatta af fight years en er ekki nema 32 ára. Stórstjarna í heimalandinu og getur labbað inn sem main event á hvaða viðburð sem er haldinn í Svíþjóð. Á erfitt með að sjá fyrir mér að hann komi ekki aftur í nokkra í viðbót.

King Mo er hættur. Ég sá viðtal við hann þar sem hann talaði um að hann gæti ekki einu sinni hlaupið því hann væri svo búinn í skrokknum. 38 ára, fékk slæma staphsýkingu fyrir nokkrum árum og virðist aldrei hafa náð sér almennilega eftir það.

Veit voða lítið um Nick Hein en hann er 35, tapað þremur í röð og finnst ekkert ólíklegt að UFC hefði bara rekið hann ef hann hefði ekki hætt. Jimi Manuwa er örugglega hættur í MMA. 6 mánuðir í fertugt og tapað fjórum í röð (rotaður í þrem þeirra). Hann er samt alveg týpan til að mæta í eitthvað Bareknuckle boxing rugl.

Óskar Örn Árnason: Maður er helvíti hræddur við að segja aldrei aftur í the fight game. Ég held að Gústi taki sér tvö ár í hvíld, jafni sig í skrokknum og komi svo með smá comeback sem varir í 1-2 ár. Kannski bætir hann á sig 20 kg af vöðvum og mætir í þungavigt like a boss?

Sammála Gutta með King Mo, hann ætti að verða búinn. Á sama tíma veit maður aldrei, eftir 2 ár verður hann kannski betri og tekur smá í viðbót. Veðja samt ekki á það. Held að Hein komi við í Bellator búðinni á leiðinni heim. Manuwa er líklegur í smá box eða Bareknuckle boxing. Held að MMA dagar hans séu búnir.

Arnþór Daði Guðmundsson: Finnst leiðinlegt að Gus sé hættur, þar sem manni finnst hann eiga nóg eftir. Hins vegar er hugarfarið stór hluti af MMA og því jafnvel best að hætta þegar þessar hugsanir fara að láta á sér kræla. Ég hef það samt á tilfinningunni að þetta sé ekki það síðasta sem við sjáum frá Gus. Hann mætir aftur endurnærður á endanum og tekur nokkra góða fights.

Jimi Manuwa er hins vegar dæmi um mann sem var bara búinn og átti ekki séns á belti. Hann var búinn að vera rotaður illa of oft á of stuttum tíma og þyrfti sennilega bara að hugsa um heilsuna. Hann virkar samt á mig sem týpa sem er kannski ekki að fara að gera neinar rósir utan búrsins svo hann á ábyggilega eftir að taka einhverja bardaga hér og þar sem borga vel. Jafnvel í BKFC

King Mo er einhvern vegin búinn að missa af lestinni. Skrokkurinn er búinn að gefa sig og mun ekki ná neinum titlum úr þessu. Hann átti skemmtilegt run og gaman að sjá hvað hann gat eftir að hafa byrjað seint í MMA. Leiðinlegt að sjá hann ekki í UFC en hefði sennilega lítið átt heima þar síðustu 2-3 árin á ferlinum

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular