spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða6 verðlaun á fyrri degi Swedish Open

6 verðlaun á fyrri degi Swedish Open

Fyrri dagur Swedish Open fór fram í dag en 21 Íslendingur keppir á mótinu. Mjölnisfólkið tók tvö gull og fjögur silfur en opnu flokkarnir og keppni unglinga fer fram á morgun.

Keppt er í brasilísku jiu-jitsu og er mótið eitt stærsta glímumótið á Norðurlöndum.

Axel Kristinsson tók gull í -70 kg flokki brúnbeltinga og Ómar Yamak hafnaði í 2. sæti í -70 kg flokki fjólublábeltinga. Bjarki Þór Pálsson tók silfur í -82 kg flokki fjólublábeltinga en hann var dæmdur úr leik fyrir að fara í “kneebar” í úrslitaglímunni en slíkt er aðeins leyfilegt í flokki brún- og svartbeltinga.

Brynjar Örn Ellertsson hafnaði í 2. sæti í +100,5 kg flokki blábeltinga og Dóra Haraldsdóttir tók silfur í -69 kg flokki blábeltinga. Þá sigraði Sindri Már Guðbjörnsson -100,5 flokk hvítbeltinga og geta íslensku keppendurnir vel við unað eftir árangur dagsins.

Á morgun fara opnu flokkarnir fram og unglingaflokkarnir en í unglingaflokki eru fjórir Mjölnisstrákar skráðir til leiks.

swedish open bjj 2
Keppnisvellirnir í dag.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular