Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC 180

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 180

ufc 180Annað kvöld fer UFC 180 fram. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur viðburð í Mexíkó en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC.

  • Magnaðasta endurkoma í sögu MMA? Sigri Mark Hunt annað kvöld mun það fullkomna ótrúlega endurkomu hans. Eins og við sögðum frá fyrr í vikunni var Mark Hunt á sex bardaga taphrynu og enginn hefði getað spáð því að hann ætti eftir að berjast um UFC titil. Takist honum að sigra á morgun verður það afrek sem verður lengi í minnum haft.
  • Fabricio Werdum er sigurstranlegri af ástæðu: Werdum er einn allra besti glímumaður heims og hefur sigrað níu bardaga eftir uppgjafartak. Á undanförnum árum hefur hann bætt sparkboxið sitt gríðarlega undir handleiðslu Rafael Cordeiro. Það verður gaman að sjá hvernig Werdum ætlar sér að sigra annað kvöld en hann hefur augljósa yfirburði í gólfinu enda heimsmeistari í BJJ.
  • Ellenberger verður að sigra: Jake Ellenberger hefur átt erfitt uppdráttar og tapað síðustu tveimur bardögum illa. Í hvorugum bardaganna sótti hann nokkuð og var mikið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi. Hann mætir Kelvin Gastelum annað kvöld og verður Ellenberger nauðsynlega að sigra.
  • Frábær fjaðurvigtarslagur: Þeir Dennis Bermudez og Ricardo Lamas eru tveir af bestu fjaðurvigtarmönnum UFC. Bermudez hefur farið framhjá mörgum en hann hefur sigrað sjö bardaga í röð í UFC. Lamas barðist um fjaðurvigtarbeltið fyrr á þessu ári og tapaði örugglega fyrir Jose Aldo. Lamas átti einfaldlega ekki séns í meistarann en bardaginn annað kvöld ætti að verða frábær skemmtun.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast á Fight Pass á miðnætti.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular