0

UFC 180: Bardagaíþróttir björguðu lífi Mark Hunt

UFC on FUEL TV: Struve v Hunt

Hunt rotar Struve sem er 35 cm hærri en Hunt.

Á laugardaginn fer UFC 180 fram í Mexíkó en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC.

Saga Mark Hunt er í raun alveg ótrúleg. Mark Hunt ólst upp í Auckland í Nýja-Sjálandi og var lífið hans enginn dans á rósum. Hann sat tvisvar inni í fangelsi fyrir ýmsa smáglæpi en eitt kvöld átti eftir að breyta lífi hans.

Eftir langa drykkju á skemmtistað í Auckland skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi lenti hann í enn einum slagsmálunum. Slagsmálin stóðu ekki lengi yfir þar sem Mark Hunt rotaði nokkra árásarmenn á skömmum tíma. Einn dyravarðanna á staðnum var yfir sig hrifinn af höggþunga Hunt og bauð honum að koma og æfa Muay Thai hjá sér. Hunt þáði boð dyravarðarins en viku seinna háði Hunt sinn fyrsta Muay Thai bardaga sem hann sigraði að sjálfsögðu með rothöggi.

Upp frá því hófst ferill hans sem sparkboxari og sigraði hann til að mynda K-1 titilinn árið 2001. Þrátt fyrir velgengni hans í K-1 var hann drykkfeldur og reykti mikið (ekki bara sígarettur). Hann vildi nýja áskorun og ákvað að prófa MMA þar sem hann taldi að það væri auðvelt. Honum gekk vel í fyrstu og sigraði sterka andstæðinga á borð við Wanderlei Silva og Mirko ‘Cro Cop’ í Pride í Japan. Hann fór svo á fimm bardaga taphrynu þar sem hann tapaði gegn Fedor Emelianenko, Josh Barnett, Alistair Overeem, Melvin Manhoef og Gegard Mousasi. Allt vissulega sterkir andstæðingar en á þessum tíma var hann með bardagaskorið 5-6.

Zuffa, eigendur UFC, keyptu Pride á sínum tíma áður en Pride samtökin lögðu niður störf sín. Mark Hunt var á þeim tíma í Pride og þegar bardagasamtökin hættu átti Hunt nokkra bardaga inni samkvæmt Pride samningnum. UFC bauðst til að borga upp samninginn hans en Mark Hunt tók það ekki í mál og vildi fá að berjast fyrir sínum peningum – hann væri einfaldlega þannig gerður. Því fór sem fór að UFC samdi við 36 ára bardagamann með bardagaskorið 5-6, á fimm bardaga taphrynu og hafði ekki sigrað bardaga síðan árið 2006.

mark hunt

Mark Hunt rotar Chris Tuchscherer og gengur rólega í burtu.

Ekki byrjaði það vel hjá Hunt í UFC en hann tapaði fyrsta bardaganum eftir uppgjafartak eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Því næst mætti hann Chris Tuchscherer. Það má segja að þarna hafi endurkoman byrjað þar sem Hunt rotaði Tuchscherer í fyrstu lotu og gekk rólega í burtu. Öllum að óvörum sigraði Hunt næstu þrjá bardaga og var óvænt búinn að sigra fjóra bardaga í röð í UFC – þar af þrjá með rothöggi.

Mark Hunt hefur sigrað sjö bardaga í MMA eftir rothögg og 13 í sparkboxi eftir rothögg. Flest töpin hans í MMA hafa komið eftir uppgjafartök en ótrúlegt en satt þá hefur hinn fertugi Hunt bætt sig í gólfglímunni á undanförnum árum og tók til að mynda svartbeltinginn Antonio Silva niður í frábærum bardaga þeirra. Hvort hann nái að lifa af á gólfinu gegn einum besta gólfglímumanni heims, Fabricio Werdum, er svo önnur saga.

mark hunt struve ko

Mark Hunt hefur algjörlega snúið við blaðinu en í dag er hann afar trúaður maður og þakkar hann trúnni fyrir velgengni sinni í dag. Hann er hættur að reykja og drekka og hefur umturnað lífi sínu. Á laugardaginn mætir hann Fabricio Werdum í aðalbardaga UFC 180 og með sigri getur hann orðið þungavigtarmeistari UFC – afrek sem verður sennilega minnst sem ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta.

Mark Hunt lét hafa eftir sér að ef hann hefði ekki byrjaði í sparkboxi á sínum tíma væri hann sennilega í fangelsi. Bardagaíþróttir björguðu lífi hans og við skulum ljúka þessari grein með tilvitnun í sjálfan Mark Hunt.

„Fighting was a tool God gave me to survive“

mark hunt gif

Hunt rotaði Roy Nelson í september.


Mark-Hunt-KO

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.