Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 180

Spá MMA Frétta fyrir UFC 180

fabricio-werdum-mark-hunt-ufc-180UFC 180 fer fram í kvöld en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum. Pennar MMA Frétta birta hér spá sína fyrir þrjá síðustu bardaga kvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 í nótt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Mark Hunt gegn Fabricio Werdum

Pétur Marinó Jónsson: Eins mikið og ég elska að sjá öskubuskuævintýri rætast held ég að Werdum sé of góður fyrir Hunt. Auk þess langar mig mikið að sjá Cain vs. Werdum. Ég segi að Werdum taki þetta með uppgjafartaki í 3. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Hunt er undirhundur gegn Werdum en mig langar bara svo innilega að sjá Hunt sigra, að ég ætla að spá honum sigri. Werdum hefur sýnt fína takta standandi undanfarið en ég ætla samt að spá Hunt sigri eftir rothögg.

Óskar Örn Árnason: Ég held að þetta verði mjög erfiður bardagi fyrir Hunt. Hann tekur bardagann á síðustu stundu og var þungur. Werdum er orðinn mjög góður standandi og í návígi (clinch), svo ekki sé minnst á jitsið. Það verður hins vegar erfitt að klára Hunt. Werdum tekur þetta á stigum eða submission í loka lotunum.

Brynjar Hafsteins: Í þungavigt getur bardaginn farið hvernig sem er. Werdum hefur verið að bæta spörkin og hendurnar en Hunt er gríðarlega sterkur, með rosalegan kraft í höggunum og járn höku. Werdum vill taka bardagan niður og vinnst þessi bardagi líklegast á hver getur stjórnað hvert hann fer. Werdum er þó betri bardagamaður og mun sigra með uppgjafartaki í fjórðu lotu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Werdum hefur þvílíka yfirburði í gólfinu, margfaldur ADCC meistari og er með ágætt standup sem hann hefur verið að bæta. Samkvæmt öllu ætti þetta að vera auðveldur sigur fyrir hann. En sagan á bakvið Hunt er svo mögnuð, hann hefur alltaf verið “underdog” þannig að ég get ekki annað en haldið með honum. Hunt vinnur á walk away KO.

Werdum: Pétur, Óskar, Brynjar
Hunt: Guttormur, Sigurjón

Kelvin Gastelum vs. Jake Ellenberger

Pétur Marinó Jónsson: Ég er ekki sannfærður um að Kelvin Gastelum sé eins góður og menn halda. Mér finnst erfitt að velja Ellenberger þar sem ég er hræddur um að það sé eitthvað að andlega þegar hann er í búrinu, hann gerði EKKERT á móti Rory MacDonald og Robbie Lawler. Ég ætla samt að giska á að Ellenberger taki þetta eftir dómaraákvörðun og komi þannig til baka.

Guttormur Árni Ársælsson: Ellenberger hefur ekki heillað mig undanfarið. Ég ætla að giska á að Gastelum sigri með dómaraúrskurði.

Óskar Örn Árnason: Það virðist stutt síðan Ellenberger var einn af topp fimm í heiminum en nú virðist hann vera á hraði niðurleið, eða hvað? Ellenberger er bara 29 ára. Hann er með mikla reynslu, höggþyngd og er góður glímumaður. Gastelum er mjög erfiður og er á uppleið en ég hef á tilfinningunni að Ellenberger muni minna á sig í þessum bardaga. Get samt ekki spáð rothöggi, sigur á stigum.

Brynjar Hafsteins: Mér hefur aldrei fundist Ellenberger neitt sérstakur. Gastelum er bardaginn sem ég vildi sjá gegn Gunnari Nelson áður en Rick Story vann Gunna. Gastelum er gríðarlegt efni og setur góða pressu. Bardaginn mun skjóta Gastelum upp veltivigtar stigan. TUF sigurvegarin með dómaraúrskurði.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Ellenberger er búinn að vera í vandræðum í síðustu 2 bardögum á meðan Gastelum er búinn að vera á góðri siglingu í UFC. Ég held að ef Ellenberger sé með hausinn í lagi þá er þetta gott matchup fyrir hann. Ellenberger tekur þetta á dómaraúrskurði.

Ellenberger: Pétur, Óskar, Sigurjón
Gastelum: Guttormur, Brynjar

Dennis Bermudez vs. Ricardo Lamas

Pétur Marinó Jónsson: Ég er mikill Bermudez maður og held að hann taki þetta í kvöld. Ég hef lítið álit á Ricardo Lamas eftir ömurlega frammistöðu hans gegn Jose Aldo, hann gerði ekkert, hann reyndi ekkert og var bara sáttur að vera ekki kláraður. Bermudez sigrar eftir dómaraákvörðun og sendir Lamas, með sína ömurlegu Conor McGregor eftirhermu, eitthvert langt frá toppbaráttunni í fjaðurvigtinni.

Guttormur Árni Ársælsson: Bermudez er sá sem allir eru að líta framhjá í fjaðurvigtinni. Hann er búinn að sigra sjö í röð en samt er enginn að tala um hann. Hann varð sjálfkrafa einn af mínum uppáhalds þegar hann pakkaði saman leiðinlegasta MMA keppanda allra tíma, Clay Guida, í júlí á þessu ári. Ég spái því að Bermudez sigri Lamas á sannfærandi hátt, mögulega með uppgjafartaki.

Óskar Örn Árnason: Geggjaður bardagi, gæti orðið mjög jafn. Ég held að Lamas taki þetta á reynslu, góðri stjórn í gólfinu og upp við búrið og ground and pound. Hann var flatur gegn Aldo en ætti að geta unnið flesta aðra. Lamas TKO lota 2.

Brynjar Hafsteins: Það er engin að tala um Bermudez. Spennandi bardagamaður með fimm bónusa fyrir frammistöðu sína í UFC. Hann er betri en Lamas og á sjö bardaga sigurgöngu þó hann hafi tapað þrem í röð fyrir sigurgönguna. Lamas er erfiður viðreignar en Bermudez er betri. Dómaraúrskurður Bermudez.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Verður líka mjög hraður og skemmtilegur bardagai. Fær örugglega fight of the night, nema Hunt vs Werdum fari í 4-5 lotur. Bermudez er mjög hraður og skemmilegur fighter, finnst eins og Lamas sé búinn að vera dala uppá síðkastið. Held að Bermudez taki þetta á dómaraákvörðun.

Bermudez: Pétur, Guttomur, Brynjar, Sigurjón
Lamas: Óskar

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular