0

12 verðlaun til Íslendinga á Swedish Open

swedish openSeinni dagur Swedish Open fór fram í dag og er óhætt að segja að velgengni Mjölnisfólksins hafi haldið áfram. Eftir að hafa fengið sex verðlaun í gær héld verðlaunasöfnunin áfram í dag.

Eins og við greindum frá í gær fengu íslensku keppendurnir sex verðlaun á fyrri keppnisdegi Swedish Open. Í dag fór keppni unglinga fram auk opinna flokka.

Í unglingaflokkum hlaut Marinó Kristjánsson gull í -79 kg flokki unglinga. Þá var Sigurður Örn Alfonsson í þriðja sæti í sama flokki. Kristján Helgi Hafliðason hafnaði í 2. sæti í -74 kg flokki blábeltinga og ljóst að þessir drengir eiga framtíðina fyrir sér í íþróttinni.

Í opnum flokki fullorðinna náði Mjölnir í þrenn verðlaun. Sindri Már Guðbjörnsson gerði sér lítið fyrir og sigraði opinn flokk hvítbeltinga en hann sigraði einnig sinn flokk í gær, frábær helgi hjá honum! Nils Alexander Nowenstein náði þriðja sæti í opnum flokki og því tveir Íslendingar á palli í opnum flokki hvítbeltinganna.

Dóra Haraldsdóttir tryggði sér brons í opnum kvennaflokki blábeltinga en hún nældi sér í silfur í sínum þyngdarflokki í gær.

Sex verðlaun uppskera dagsins og samtals 12 verðlaun eftir helgina. Frábær árangur hjá þeim og óskum við þeim til lukku með árangurinn.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.