spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC 180

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 180

werdum titillUFC 180 fór fram um helgina en þetta var í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Mexíkó. Þrátt fyrir að stærsta nafnið, Cain Velasquez, hafi þurft að draga sig úr bardaga sínum var bardagakvöldið frábær skemmtun.

Fabricio Werdum sigraði Mark Hunt eftir rothögg með hnésparki í 2. lotu. Bardaginn var um svo kallaðan „interim“ þungavigtartitil UFC og var Werdum því krýndur meistari að loknum bardaganum.

Bardaginn sýndi bæði veikleika og styrkleika Werdum í sparkboxinu. Hann hefur bætt sig gríðarlega í standandi viðureign á undanförnum árum og er orðinn mjög hættulegur stanandi. Það sást best þegar hann rotaði fyrrum K-1 meistarann Mark Hunt með frábærlega vel tímasettu hnésparki. Werdum æfir hjá Rafel Cordeiro sem hefur þjálfað menn á borð við Shogun Rua og Wanderlei Silva. Eins og með Shogun og Wanderlei þá er Werdum með góðar fléttur en vörnin er ekkert sú allra besta.

Veikleikarnir komu í ljós þegar Mark Hunt kýldi Werdum niður í fyrstu lotu en Werdum var þó fljótur að jafna sig á því. Werdum hreyfir hausinn lítið sem ekkert og er ekki að fela hökuna þegar hann kýlir. Hann lendir yfirleitt í vandræðum þegar hann nær ekki að stjórna ferðinni og þegar andstæðingar hans setja pressu á hann. Það gæti því reynst erfitt fyrir Werdum að hafa betur gegn Cain Velasqeuz enda setur meistarinn ótrúlega pressu á andstæðinga sína og hættir aldrei. Hvenær sem bardaginn milli Werdum og Velasquez verður ætti rimman að verða gríðarlega áhugaverð.

Kelvin Gastelum tróð sokk upp í undirritaðan enda voru ekki allir sannfærðir um getu Gastelum. Allar slíkar efasemdir eru á bak og burt og verður afar spennandi að sjá hvern Gastelum fær næst. Það er nokkuð ljóst að Gastelum fer úr 11. sæti og á topp topp 10 á meðan Ellenberger heldur áfram að falla niður listann. Dagar Ellenberger sem topp 5 bardagamanns í veltivigtinni eru taldir í bili en hann var á sínum tíma í 4. sæti á styrkleikalista UFC. Þrjú töp í röð setur hann í erfiða stöðu en hann verður sennilega áfram í röðum UFC.

Ricardo Lamas endaði sjö bardaga sigurgöngu Dennis Bermudez með frábærri frammistöðu. Eftir að hafa vankað Bermudez með stungu fylgdi hann því eftir með glæsilegri „guillotine“ hengingu. Líklegast munu hann og Chad Mendes mætast næst og það ætti að verða frábær bardagi.

Fjaðurvigtin er gríðarlega spennandi þyngdarflokkur um þessar mundir en um næstu helgi mætast þeir Frankie Edgar og Cub Swanson í mikilvægum bardaga í þyngdarflokkinum.

Það var ekki bara UFC sem fór fram um helgina því bæði Bellator og WSOF héldu stór bardagakvöld en við munum fjalla betur um það á morgun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular