Fyrsta Reykjavík Open Nogi Jiu-Jitsu mótið var haldið um helgina, laugardaginn 22. febrúar. Mótið er haldið af RVK MMA og tóku 60 keppendur þátt. Áhuginn er greinilega mikill og stöðugt að aukast en með tilkomu Reykjavík Open eru árleg Jiu-Jitsu mót hérlendis orðin 8 talsins.
Reykjavík Open er Sub Only mót, þ.e. að engin stig eru gefin og aðeins er hægt að sigra með uppgjafartaki. Lotur eru 5 mínútur og bráðabani eftir það þar sem byrjað er annars vegar með bak og sætisbelti eða Spiderweb, þ.e. Armbar staðan. Atlantic BJJ náðu sér í 3 gull, RVK MMA 2 og Mjölnir 1.
Það var frábær skráning á mótið og voru keppendur á öllum aldri. Yngsti keppandi var fæddur árið 2009 og sá elsti 1976. 60 keppendur kepptu á tveimur völlum en auk keppenda var mótið vel sótt af hálfu áhorfenda. Það mátti gera ráð fyrir yfir 100 manns í sölunum tveimur alla 4 klukkutímana sem mótið stóð og var góð stemning að sögn viðstaddra. 33 keppendur voru í byrjendaflokkum og 27 í framhaldsflokkum. Flokkum var skipt upp eftir reynslu (-2 ár / +2 ár) og þyngd (+/- 65kg í kvennaflokki og +/- 85kg í karlaflokki).
Uppgjafartak mótsins kom í úrslitaglímu +85kg framhaldsflokksins þegar Halldór Logi Valsson vann Sigurgeir Hreiðarsson með Mothers Milk. Annað uppgjafartak sem vakti athygli og vert er að nefna var Banana Split sem Sigurgeir Hreiðarsson átti gegn Hrólfi Ólafssyni í undanúrslitum +85kg framhaldsflokksins. Auk þess enduðu tvö uppgjafartök með svæfingu.

Full úrslit Reykjavík Open eru eftirfarandi:
Karlar +2 ár (heavy):
Gull: Halldór Valsson (Atlantic AK)
Silfur: Siigurgeir Hreiðarsson (RVK MMA)
Brons: Hrólfur Ólafsson (Hveragerði MMA)
Karlar +2 ár (medium):
Gull: Stefán Fannar (Mjölnir)
Silfur: Bjarki Þór Pálsson (RVK MMA)
Brons: Sindri Dagur Sigurðsson (Mjölnir)
Konur +2 ár (heavy):
Gull: Kristína Marsibil Sigurðardóttir (Atlantic AK)
Silfur: Arna Diljá S. Guðmundsdóttir (Berserkir BJJ)
Karlar -2 ár (heavy):
Gull: Halldór Ingi Skúlason (Atlantic AK)
Silfur: Gissur Steinn (Mjölnir)
Brons: Daníel Geir Árnason (Mjölnir)
Karlar -2 ár (medium):
Gull: Ari Jónsson (RVK MMA)
Silfur: Jón Frank Jóhannesson (Mjölnir)
Brons: Jónas Hákon Kjartansson (Mjölnir)
Konur -2 ár (light):
Gull: Ronja Haraldsdóttir (RVK MMA)
Silfur: Mio H (Hörður)