spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent7 bardagamenn keppa á Englandi um helgina

7 bardagamenn keppa á Englandi um helgina

Það verður nóg um að vera í íslensku bardagasenunni á laugardaginn. Sjö keppendur frá þremur félögum keppa á Englandi á tveimur mismunandi bardagakvöldum.

Mjölnir, Reykjavík MMA og Iceland Combat Arts verða með keppendur á Ambition Fight Series og Vision MMA Combat á laugardaginn.

Á Ambition Fight Series í London verða fjórir keppendur. Dagmar Hrund (2-2) úr Reykjavík MMA mætir Melissa Tonya Mullins (4-3) í bantamvigt kvenna. Dagmar hefur undanfarið barist í fluguvigt en fer nú upp um flokk. Mullins tók silfur á Evrópumótinu í MMA í sumar.

Hinn 18 ára Jón Ingi Ástþrúðarson (1-1) mætir 16 ára heimamanni, Ethan Charlton (1-0).

Jhoan Salinas (0-0) mætir Bernado Lopez en þeir Jón Ingi og Jhoan koma báðir úr RVK MMA.

Kári Jóhannesson (1-1) úr Mjölni mætir Jonas Leonard Grace (1-2 samkvæmt Tapology) í veltivigt. Kári barðist sína fyrstu bardaga á Heimsmeistaramóti áhugamanna í fyrra.

Á Vision MMA Combat í Carlisle eru tveir með staðfestan bardaga. Aron Leó Jóhannsson úr RVK MMA mætir Norðmanni en þetta verður fyrsti bardagi Arons. Mel Már Halidesson úr Iceland Combat Arts mætir Jack Comby í þungavigt.

Allt eru þetta áhugamannabardagar en Magnús ‘Loki’ Ingvarsson (2-0 sem atvinnumaður) átti að keppa avinnubardaga þetta kvöld. Magnús var kominn með andstæðing en sá þurfti að draga sig út. Verið er að leita að andstæðingi fyrir Magnús og óvíst hvort það takist í tæka tíð.

Bardagarnir á Ambition Fight Series verða sýndir í beinni en ekki er vitað með Vision MMA Combat. Að öllum líkindum mun RVK MMA sýna frá Vision á Facebook síðu sinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular