Sjö boxbardagar verða á dagskrá á Iceland Open Health and Fitness Expo á laugardaginn.
Iceland Open Health and Fitness Expo verður á dagskrá á laugardaginn í Laugardalshöll. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið en keppni í vaxtarrækt, aflraunum og boxi fer fram.
Bardagarnir sjö hefjast kl. 15:00 en glæsilegt belti sem var sérstaklega hannað fyrir mótið verður afhent besta boxara mótsins að keppni lokinni. Eftirtaldir bardagar eru á dagskrá í þessari röð:
Nils Björnsson (HR) vs. Tjörvi Picchietti (HFK)
Bjarki Smári Smárason (HFK) vs. Friðfinnur Bjarni Gestsson (ÆSIR)
Jens Nicolas Quental (HR) vs. Neil Kenneth (ÆSIR)
Kristín Sif Björgvinsdóttir (HR) vs. Hildur Ósk (HFR)
Alexander Puchkov (HR) vs. Daníel Hans Erlendsson (HFH)
Elmar Freyr Aðalsteinsson (HFA) vs. Rúnar Svavarsson (HFK)
Elmar Gauti vs. Aleksandrs Baranovs (HFK)
2.000 kr. kostar inn á viðburðinn.