spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentADCC 2015: Davi Ramos með frábær tilþrif og Gabi Garcia tapaði

ADCC 2015: Davi Ramos með frábær tilþrif og Gabi Garcia tapaði

ADCC-602x401Seinni degi ADCC var að ljúka og er mótinu lokið eftir skemmtilega helgi. Claudio Calasans sigraði opna flokkinn og Andre Galvao sigraði ofurglímuna gegn Cyborg Abreu.

Gabi Garcia tókst ekki að verja titil sinn í +66 kg flokki kvenna eftir að hafa unnið flokkinn á síðustu tveimur ADCC mótum. Í ár tapaði hún gegn Jessica Oliveira eftir dómaraákvörðun í undanúrslitum. Henni tókst þó að næla sér í bronsið en það var hún Ana Lauta Cordeiro sem sigraði flokkinn.

Óhætt er að segja að UFC bardagamaðurinn Ben Henderson hafi ekki átt góða helgi. Hann datt út í fyrstu umferð í gær og ákvað að skrá sig í opna flokkinn í dag. Eins og í gær datt hann út í fyrstu umferð og tapaði með uppgjafartaki líkt og í gær.

Það mátti sjá nokkur skemmtileg tilþrif á mótinu og var glíma Jeff Glover og Geo Martinez afar skemmtileg. Hér má sjá Martinez sleppa úr „triangle“ hengingu Glover.

jeff glover slamm

Úrslitaglímur dagsins þóttu ekki skemmtilegar. Skemmtilegasta viðureign dagsins var þó á milli Mackenzie Dern og Michelle Nicolini. Dern fór með sigur af hólmi (eftir að Nicolini fékk refsistig) en það voru skoruð fleiri stig í þeirri glímu heldur en í öllum úrslitaglímunum karlanna til samans (átta stig).

Úrslitaglíma Orlando Sanchez og Jared Dopp í -99 kg flokki þótti afskaplega leiðinleg. Áhorfendur (sem voru að mestu miklir glímuáhugamenn) bauluðu á meðan á glímunni stóð.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

-66kg flokkur karla

Undanúrslit:

Rubens Charles sigraði Augusto Mendes eftir dómaraákvörðun
Bruno Frazzato sigraði Geo Martinez á stigum

Úrslit:

Rubens ‘Cobrinha’ Charles sigraði Bruno Frazzato á stigum

3. sætið:

Augusto Mendes sigraði Geo Martinez með uppgjafartaki

-77kg flokkur karla

Undanúrslit:

Lucas Lepri sigraði Otavio Souza á stigum
Davi Ramos sigraði Gilbert Burns með hengingu

Úrslit:

Davi Ramos sigraði Lucas Lepri með glæsilegu uppgjafartaki (sjá neðar)

3. sætið:

Gilbert Burns sigraði Otavio Souza á stigum

Davi Ramos adcc
Frábær armbar hjá Davi Ramos

-88kg flokkur karla

Undanúrslit:

Yuri Simoes sigraði Romulo Barral á stigum
Keenan Cornelius sigraði Rustam Chsiev eftir dómaraákvörðun

Úrslit:

Yuri Simoes sigraði Keenan Cornelius á stigum

3. sætið:

Rustam Chsiev siraði Romulo Barral eftir dómaraákvörðun

-99kg flokkur karla

Undanúrslit:

Felipe Pena sigraði Joao Assis
Rodolfo Vieira sigraði Xande Ribeiro á stigum

Úrslit

Rodolfo Vieira sigraði Felipe Pena eftir dómaraákvörðun

3. sætið:

Joao Assis sigrðai Xande Ribeiro eftir meiðsli Ribeiro

+99kg flokkur karla

Undanúrslit: 

Orlando Sanchez sigraði Vinny Magalhaes eftir dómaraákvörðun
Jared Dopp sigraði Joao Rocha

Úrslit:

Orlando Sanchez sigraði Jared Dopp eftir dómaraákvörðun

3. sætið:

Vinny Magalhaes sigraði Joao Rocha með uppgjafartaki

-60kg flokkur kvenna

Undanúrslit:

Michelle Nicolini sigraði Tammy Musumeci
Mackenzie Dern sigraði Beatriz Mesquita á stigum

Úrslit:

Mackenzie Dern sigraði Michelle Nicolini á stigum

3. sætið:

Tammy Musumeci sigraði Beatriz Mesquita með uppgjafartaki

+60kg flokkur kvenna

Undanúrslit:

Jessica Oliveira sigraði Gabi Garcia eftir dómaraákvörðun
Ana Lauta Cordeiro sigraði Amanda Santana á stigum

Úrslit:

Ana Lauta Cordeiro sigraði Jessica Oliveira á stigum

3. sætið:

Gabi Garcia sigraði Amanda Santana eftir dómaraákvörðun

Opinn flokkur

Fyrsta umferð

Vinny Magalhaes sigraði Garry Tonon eftir refsistig
Claudio Calasans sigraði Gabriel Lucas
Dean Lister sigraði Ricardo Mesquita með uppgjafartaki
Yuri Simoes sigraði Hideki Sekina
Rodolfo Vieira sigraði Benson Henderson með uppgjafartaki
Rafael Lovato sigraði Abdul Kadrov Magomed á stigum
Joao Rocha sigraði AJ Agazarm
Vagner Rocha sigraði Romulo Barral á stigum

8-manna úrslit

Claudio Calasans sigraði Vinny Magalhaes eftir dómaraákvörðun
Yuri Simoes sigraði Dean Lister á stigum
Rodolfo Vieira sigraði Rafael Lovato á stigum
Joao Rocha sigraði Vagner Rocha á stigum

Undanúrslit

Claudio Calasans sigraði Yuri Simoes eftir dómaraákvörðun
Joao Rocha sigraði Rodolfo Vieira á stigum

Úrslit:

Claudio Calasans sigraði Joao Rocha eftir refsistig

3. sætið:

Rodolfo Vieira sigraði Yuri Simoes eftir meiðsli Simoes

Ofurglíman:

Andre Galvao sigraði Roberto ‘Cyborg’ Abreu á stigum

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular