0

Mynd: Conor McGregor með nýtt húðflúr

conor tattooÍrski bardagamaðurinn Conor McGregor hefur gaman af húðflúrum og bætti smá bleki á skrokkinn um helgina. Nýja húðflúrið er kannski ekki eins áberandi og hans síðasta húðflúr þegar Írinn fékk sér stórt tígrisdýr á magann.

Tígrisdýrið á maga McGregor vakti mikla athygli fyrr í sumar og eru ekki allir sammála um fegurð flúrsins. Hann hefur nú bætt „MCGREGOR“ og „NOTORIOUS“ fyrir ofan og neðan tígrisdýrið. Þetta er eflaust ekki seinasta húðflúr McGregor og mun skrokkurinn sennilega fá meira blek í náinni framtíð. Dana White, forseti UFC, er ekkert alltof sáttur með þessi húðflúr McGregor en Íranum er sama.

Conor McGregor fékk sér sitt fyrsta húðflúr þegar hann var 18 ára á skemmtanalífinu og kostaði litlar 20 evrur. Hér að neðan talar hann um tígrisdýrið og sitt fyrsta húðflúr.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.