Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentADCC 2015: Keppendur og spá

ADCC 2015: Keppendur og spá

ADCC_2015_Sao_Paulo_Brazil-1

Abu Dhabi Combat Club 2015 eða ADCC glímumótið fer fram um helgina. Það þykir eitt sterkast glímumót heims og haldið annað hvert ár. Það er erfitt að fá þátttökurétt enda aðeins pláss fyrir þá 16 bestu í hverjum þyngdarflokki fyrir sig.

Af sætunum 16 í hverjum flokki velur ADCC átta keppendur og býður þeim á mótið. Þau eru valin vegna afreka, vinsælda og stíls. Keppt er um hin átta sæting. Í hverri heimsálfu eru haldnar tvær undankeppnir og fær sigurvegari þessa keppna farmiða á lokamótið. Að þessu sinni er mótið haldið í Sao Paulo í Brasilíu.

Það eru ekki bara frægir glímumenn sem keppa á mótinu þar sem ADCC býður alltaf nokkrum frægum MMA köppum að keppa. Má þar helst nefna fyrrverandi léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, sem keppir í -77 kg flokki og Hector Lombard sem keppir í -99 kg flokki. Aðrir þekktir MMA kappar sem hafa áður keppt á ADCC eru m.a. Georges St. Pierre, Rousimar Palhares, Tito Ortiz og fleiri.

Á hverju móti eru tvær svo kallaðir ofurglímur (e. Superfights). Í öðrum þeirra mætast þeir Mario Sperry og Ricardo Liborio í baráttu ellismellanna. Þeir eru báðir 48 ára gamlir og hafa gert garðinn frægann við að berjast og þjálfa.

Í hinni ofurglímunni mætast tveir af bestu glímumönnum heimsins í dag, Andre Galvão og Roberto ‘Cyborg’ Abreu. Cyborg sigraði opna flokkinn árið 2013 og Galvao opna flokkinn 2011. Þeir eru báðir mjög vinsælir og eru nánast alltaf í verðlaunasætum er þeir keppa.

Önnur nöfn sem taka þátt og fólk ætti að kannast við: Jeff Monson sem Gunnar vann í Barcelona árið 2009; UFC kapparnir Vagner Rocha og Gilbert Burns; hinn geðþekki Vinny Magalhaes; glímustjörnurnar Romulo Barral, Keenan Cornelius, Pablo Popovich, Rafael Lovato Jr., Alexandre Ribeiro, Rodolfo Vieira, Mackenzie Dern og besta glímukona síðustu ára, Gabi Garcia.

Þegar öllum þyngdarflokkunum er lokið er glímt í opnum flokki þar sem margir af sigurvegurum flokkanna spreyta sig gegn hvor öðrum.

Hér að neðan má sjá lista yfir þá sem berjast í Brasilíu um helgina og hverjum er vert að fylgjast með. Í sviganum kemur fram hvernig keppandinn vann sér inn þátttökurétt.

1286018054_01f20e5a4d_b

Karlar -66 kg

1. Rubens Charles “Cobrinha” – Brasilía (Sigurvegari ADCC 2013)

2. Asadulaev Surkhay – Rússland (Fyrri sigurvegari European Trials)

3. Nicolas Renier – Frakkland (Seinni sigurvegari European Trials)

4. Tezekbaev Rasul – Kyrgystan (Fyrri sigurvegari Asia & Oceania Trials)

5. Yuto Hirao – Japan (Seinni sigurvegari Asia & Oceania Trials)

6. Geovanny Martinez – Bandaríkin (Fyrri sigurvegari North American Trials)

7. Edward Cummings – Bandaríkin (Seinni sigurvegari North American Trials)

8. Renan Sancar Santos – Brasilía (Fyrri sigurvegari South American Trials)

9. Gabriel Marangoni – Brasilía (Seinni sigurvegari South American Trials)

10. Jeff Glover – Bandaríkin (Boðið)

11. Augusto Mendes – Brasilía (Boðið)

12. Daniel Hortegas – Brasilía (Boðið)

13. Bruno Frazatto – Brasilía (Boðið)

14. Gianni Grippo – Bandaríkin (Boðið)

15. Mark Ramos – Bandaríkin (Boðið)

16. Alexandre Vieira – Brasilía (Boðið)

Sigurstranglegastur:

Þessi þyngdarflokkur er galopinn þar sem konungur léttu glímumannanna, Rafel Mendes, (tvöfaldur ADCC meistari og fimmfaldur heimsmeistari), keppir ekki. Líklegasti sigurvegarinn er hans helsti andstæðingur í gegnum árin, Rubens Charles ‘Cobrinha’ sem vann einmitt þessa keppni árið 2013. Einnig er Augusto Mendes að keppa en hann þykir nokkuð sigurstranglegur.

Aðrir til að fylgjast með:

Gianno Grippo hefur verið að gera það gott á mótum undanfarið og Edward Cummings þykir líklegur til að koma á óvart.

No-Gi-Pans-Black-Belts-76

Karlar -77 kg

1. Gamrot Mateusz – Pólland (Sigurvegari European Trials)

2. Abdulkadirov Magomed – Rússland (Sigurvegari European Trials)

3. Lachlan Giles – Ástralía (Fyrri sigurvegari Asia & Oceania Trials)

4. Young-am Noh – Kórea (Seinni sigurvegari Asia & Oceania Trials)

5. Enrico Cocco – Bandaríkin (Fyrri sigurvegari North American Trials )

6. Vagner Rocha – Bandaríkin (Seinni sigurvegari North American Trials)

7. Davi Ramos – Brasilía (Fyrri sigurvegari South American Trials)

8. Gabriel Rollo – Brasilía (Seinni sigurvegari South American Trials)

9. Garry Tonon – Bandaríkin (Boðið)

10. Otavio Sousa – Brasilía (Boðið)

11. Lucas Lepri – Brasilía (Boðið)

12. Ben Henderson – Bandaríkin (Boðið)

13. Dillon Danis – Bandaríkin (Boðið)

14. Gilbert Burns – Bandaríkin (Boðið)

15. AJ Agazarm – Bandaríkin (Boðið)

16. Milton Vieira – Brasilía (Boðið)

Sigurstranglegastur:

Sigurvegarinn frá því í fyrra, Kron Gracie, hefur snúið sér að MMA. Í hans fjarveru hefur ný stjarna skotist upp. Garry Tonon er maðurinn og þykir með einn áhorfendavænasta glímustílinn í dag. Hann er þó stundum full villtur og gæti sá sem lenti í öðru sæti í fyrra, Otavio Sousa, einnig tekið þetta.

Aðrir til að fylgjast með:

AJ Agazarm er önnur upprennandi stjarna og svo verður gaman að fylgjast með UFC köppunum Ben Henderson, Gilbert Burns og Vagner Rocha.

1

Karlar -88 kg

1. Romulo Barral – Brasilía (Sigurvegari ADCC 2013)

2. Zbigniew Tyszka – Pólland (Fyrri sigurvegari European Trials)

3. Jesse Urholin – Finnland (Seinni sigurvegari European Trials)

4. Craig Jones – Ástralía (Fyrri sigurvegari Asia & Oceania Trials)

5. Hidemi Mihara – Japan (Seinni sigurvegari Asia & Oceania Trials)

6. Matthew Arroyo – Bandaríkin (Fyrri sigurvegari North American Trials)

7. Mike Perez – Bandaríkin (Seinni sigurvegari North American Trials)

8. Claudio Calasans – Brasilía (Fyrri sigurvegari South American Trials)

9. Keenan Cornelius – Bandaríkin (Boðið)

10. Rustam Chsiev – Rússland (Boðið)

11. Pablo Popovich – Bandaríkin (Boðið)

12. Rafael Lovato Jr. – Bandaríkin (Boðið)

13. Ezra Lenon – Bandaríkin (Boðið)

14. Neiman Gracie – Brasilía (Boðið)

15. Yuri Simoes – Brasilía (Boðið)

16. Ricardo Ramos De Mesquita – Brasilía (Boðið)

Sigurstranglegastur:

Sigurvegarinn frá því árið 2013, Romulo Barral, er mættur og þykir líklegastur.

Aðrir til að fylgjast með:

Hinir þrír í topp fjórum árið 2013 eru einnig mættir og líklegir til að gefa Barral harða keppni. Það eru þeir Pablo Popovich, ungstyrnið Keenan Cornelius og Rafael Lovato Jr. Popvich hefur ekki keppt mikið í ár, Lovato er að koma til baka eftir erfið meiðsli og Keenan er alltaf að bæta sig og keppir mikið. Því er hann líklegastur af þeim þremur til afreka.

6193392318_ab4b0dfde6_z

Karlar -99 kg

1. Joao Assis – Brasilía (Sigurvegari ADCC 2013)

2. Tomasz Narkun – Pólland (Fyrri sigurvegari European Trials)

3. Kamil Uminski – Pólland (Seinni sigurvegari European Trials)

4. Tobias Green – Ástralía (Fyrri sigurvegari Asia & Oceania Trials)

5. Yukiyasu Ozawa – Japan (Seinni sigurvegari Asia & Oceania Trials)

6. Tom DeBlass – Bandaríkin (Fyrri sigurvegari North American Trials)

7. Jason Bukich – Bandaríkin (Seinni sigurvegari North American Trials)

8. Roberto Alencar – Brasilía (Fyrri sigurvegari South American Trials)

9. Cassio Francis Da Silva – Brasilía (Seinni sigurvegari South American Trials)

10. Alexandre Ribeiro – Brasilía (Boðið)

11. Hector Lombard – Bandaríkin (Boðið)

12. Felipe Pena – Brasilía (Boðið)

13. Rodolfo Vieira – Brasilía (Boðið)

14. Jimmy Friedrich – Bandaríkin (Boðið)

15. Adam Sachnoff – Bandaríkin (Boðið)

16. Lukasz Michalec – Pólland (Boðið)

Sigurstranglegastur:

Joao Assis er mættur til að verja tiltilinn sinn. Í ár þykja Rodolfo Vieira og Alexandre Ribeiro líklegastir til að sigra hann.

Aðrir til að fylgjast með:

Hector Lombard er í keppnisbanni í MMA vegna steranotkunar en hann má keppa í glímu. Gaman verður að sjá Lombard spreyta sig en hann keppti fyrir hönd Kúbu í júdó á Ólympíuleikunum árið 2000.

dean-adcc-1

Karlar +99 kg

1. Janne-Pekka Pietiläinen – Finnland (Seinni sigurvegari European Trials)

2. Lee Hyoung Chul – Kórea (Fyrri sigurvegari Asia & Oceania Trials)

3. Hideki Sekine – Japan (Seinni sigurvegari Asia & Oceania Trials)

4. Jason Lees – Bandaríkin (Sigurvegari North American Trials)

5. Paul Ardila – Bandaríkin (Seinni sigurvegari North American Trials)

6. Leonardo Nascimento Lucio – Brasilía (Fyrri sigurvegari South American Trials)

7. Gabriel Lyrio Lucas – Brasilía (Seinni sigurvegari South American Trials)

8. Rodrigo Cavaca – Brasilía (Boðið)

9. Joao Gabriel Rocha – Brasilía (Boðið)

10. Dean Lister – Bandaríkin (Boðið)

11. Vinny Magalhaes – Brasilía (Boðið)

12. Orlando Sanchez – Bandaríkin (Boðið)

13. Rodrigo Artilheiro – Brasilía (Boðið)

14. Bernardo Faria – Brasilía (Boðið)

15. Juskowiak Mateusz – Pólland (Boðið)

16. Jared Dopp – Bandaríkin (Boðið)

Sigurstranglegastur:

Einn besti glímumaður í heiminn og meistarinn í þessum flokki árið 2013, Marcus Buchecha, keppir ekki í ár vegna meiðsla. Joao Gabriel Rocha varð í örðu sæti þá og þykir líklegur til sigurs. Hins vegar er Íslandsvinurinn og fótalása sérfræðingurinn Dean Lister mjög sterkur og alltaf líklegur til afreka.

Aðrir til að fylgjast með:

Vinny Magalhaes sem vann Gunnar Nelson um bronsið í opna flokkinum árið 2009 er þarna og alltaf líklegur. Hann vann þennan flokk árið 2011 er hann sigraði núverandi þungavigtameistara UFC, Fabricio Werdum, í úrslitum.

No-Gi-Worlds-Day-One-BB-Female-Open-19-1024x682

Konur -60 kg

1. Michelle Nicolini – Brasilía (Sigurvegari ADCC 2013)

2. Kethe Marie Elgesem Engen – Noregur (Sigurvegari European Trials)

3. Rikako Yuasa – Japan (Sigurvegari Asia & Oceania Trials)

4. Tammi Musumeci – Bandaríkin (Sigurvegari North American Trials)

5. Ana Michelle Tavares Dantas – Brasilía (Fyrri sigurvegari South American Trials)

6. Mayra Mello Mazza – Brasilía (Seinni sigurvegari South American Trials)

7. Mackenzie Dern – Bandaríkin (Boðið)

8. Beatriz Mesquita – Brasilía (Boðið)

Sigurstranglegust:

Michelle Nicolini vann keppnina síðast en margt hefur breyst síðan. Hún er vissulega mætt aftur en það verður að teljast líklegast að hin gífurlega öfluga Mackenzie Dern taki þetta í ár.

Aðrar til að fylgjast með:

Tammi Musumeci hefur verið öflug undanfarið og einnig er vert að hafa augun á Beatriz Mesquita.

vice-garcia650

Konur +60 kg

1. Gabrielle Garcia – Brasilía (Sigurvegari ADCC 2013)

2. Sophia Nordenö – Svíþjóð (Sigurvegari European Trials)

3. Amanda Santana – Bandaríkin (Sigurvegari North American Trials)

4. Fernanda Mazzelli Almeida Maio – Brasilía (Fyrri sigurvegari South American Trials)

5. Jéssica Da Silva Oliveira – Brasilía (Seinni sigurvegari South American Trials)

6. Marysia Malyjasiak – Pólland (Boðið)

7. Ana Laura Cordeiro – Brasilía (Boðið)

8. Alison Tremblay – Kanada (Boðið)

Sigurstranglegust:

Hér er bara eitt nafn sem kemur til greina, Gabrielle Garcia eða Gabi Garcia. Hún er einfaldlega langbesta glímukonan í dag.

Aðrar til að fylgjast með:

Ana Laura Cordeiro og Fernanda Mazzelli þurfa að eiga fullkomin dag til að vinna Gabi og eru líklegastar til að veita henni einhverja keppni.

Keppnin hefst á morgun, laugardag, kl 12:30 að íslenskum tíma. Úrslitaglímurnar og opnu flokkarnir fara svo fram á sunnudegi.

Höfundur: Högni Valur Högnason.

Högni Valur Högnason
Högni Valur Högnason
– Fjólublátt belti í BJJ – Grafískur hönnuður og pappírs pervert – Áhuga MMA penni með ritblindu
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular